Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Page 91
HELZTU VIÐBURÐIR
73
sextugsafmæli. Hann hefir um langt
skeið verið forustumaður í vestur-
íslenzkum kirkju- og þjóðræknis-
málum. í tilefni af umræddu af-
mæli hans gáfu vinir hans og vel-
unnarar beggja megin hafsins út
myndarlegt safn af ræðum hans og
ritgerðum.
16. marz — Varð sjötugur dr. Árni
Helgason, ræðismaður íslands í Chi-
cago. Hann hefir árum saman tekið
mikinn og góðan þátt í þjóðræknis-
°g öðrum félagsmálum Vestur-ís-
lendinga.
Marz — Á ársþingi Progressive
Conservative flokksins í Kanada,
sem háð var í Ottawa, var Senator
G. S. Thorvaldson endurkosinn for-
seti þeirra víðtæku stjórnmálasam-
taka.
Marz — Blaðafrétt skýrir frá því,
að Ernie Einarson (sonur Stefáns
ritstjóra Einarssonar og frú Kristín-
ar konu hans) hafi hlotið verðlaun
íyri'r beztu blaðamynd ársins í sam-
keppni, sem Blaðamannafélagið í
Winnipeg efnir til árlega milli frétta-
Htara og myndatökumanna allra
Héttablaða í Vestur-Kanada.
Apríl — Mrs. Thelma (Guttorm-
son) Wilson, píanóleikari í Winni-
Peg, kosin forseti stjórnarnefndar
kennarafélagsins „Registered Music
Teachers’ (Provincial) Association"
a ársþingi þess.
11. apríl — Mrs. H. F. Daníelson
kjörin ævifélagi í Fylkisdeild (Prov-
iucial Chapter) félagsins The Imperi-
al Order of the Daughters of the
Empire í viðurkenningarskyni fyr-
lr starf hennar sem ritari Jóns Sig-
urðssonar deildar félagsins um 20
ára skeið og fyrir önnur störf í þágu
félagsskaparins.
21. apríl — Fimmtíu ára afmælis
Lestrarfélagsins að Gimli minnzt
með sérstakri og fjölmennri sumar-
málasamkomu. Forseti félagsins, J.
B. Johnson, stjórnaði samkomunni.
Ræðumenn voru G. P. Magnússon
og dr. Richard Beck, er flutti aðal-
ræðuna. Séra Hjalti Guðmundsson
skemmti með söng, og einnig söng
unglingaflokkur, auk þess sem ungl-
ingar sungu einsöngva, tvísöngva og
lásu upp á íslenzku.
Apríl — Blaðafregn skýrir frá því,
að prófessor Haraldur Bessason hafi
hlotið styrk (Fellowship) frá Can-
ada Council í Ottawa til rannsókna
í íslenzkum fræðum, og vann hann
sumarlangt að þeim rannsóknmn á
íslandi.
28. apríl — Kvenfélagið „Eining“
í Seattle, Wash., efndi til fjölmennr-
ar og fjölbreyttrar sumarmálasam-
komu í tilefni af 50 ára afmæli fé-
lagsins, undir stjórn frú Guðrúnar
Magnússon, forseta þess.
Apríl — Wilhelm Kristjánsson,
Winnipeg, fyrrum skólastjóri og
starfsmaður Menntamáladeildar
Manitobafylkis, kosinn ævifélagi
Samtaka starfsfólks Manitobastjórn-
ar (Manitoba Government Employ-
ees’ Association) á ársþingi þess fé-
lagsskapar, en hann er fyrrv. for-
maður stjórnarnefndar hans.
Apríl — Um þær mundir hlaut
Solberg Einar Sigurdson (sonur
þeirra Mr. og Mrs. Stefán V. Sig-
urdson, Riverton, Man.) „Advanced
Knapp Fellowship“ námsstyrkinn á