Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Qupperneq 95
HELZTU VIÐBURÐIR
77
dvalar þar í sameiginlegu boði utan-
ríkisráðuneytis Bandaríkjanna og
flotadeildar þeirra.
Júlí — Dr. Solveig Gíslason, um
mörg ár læknir við Ríkisspítalann í
St. Peter, Minnesota, lauk um það
leyti prófi í geðlækningum.
30. júlí — Haldinn hinn árlegi ís-
lendingadagur við Friðarbogann í
Blaine, Wash., í tuttugasta sinn.
30. júlí - 1. ágúst — Hélt Wynyard-
bær í Saskatchewan hátíðlegt 50 ára
afmæli sitt, en þar hafa íslendingar
staðið og standa enn mjög framar-
lega í félagsmálum.
5. ágúst — Við miðsumarsprófin
á Ríkisháskólanum í N.-Dakota (Uni-
versity of North Dakota) brautskráð-
ust þessir stúdentar af íslenzkum
settum: Ray Baldwin Árnason, B.S.
Educ., Grand Forks, er hlaut mennta-
stigið „Master of Education“, og
Gary Lee Jóhannesson, Gardar, í
vélaverkfræði („Bachelor of Science
in Mechanical Engineering“).
7. ágúst — Sjötugasti og annar ís-
lendingadagur haldinn að Gimli.
Ágúst — í bæjarkosningum á
Gimli var Mrs. Violet Einarsson kos-
in bæjarstjóri, og er það í fyrsta
sinni, að íslenzk kona skipar þann
sess, en hún hefir átt sæti í bæjar-
ráði fjögur undanfarin ár. Hún er
fædd að Gimli 20. júlí 1912, en for-
eldrar hennar voru William Bristow,
prestssonur frá Englandi, og Guðrún
Eriðrika Gottskálksdóttir frá Akur-
eyri, er kom til Gimli með foreldr-
um sínum 1876.
Sept. — Blaðafrétt greinir frá því,
að dr. Sveinbjörn Stefán Björnsson,
M.D., í Wilmington, Delaware, í
Bandaríkjunum, hafi verið kjörinn
„Fellow of American College of
Pathologists“. Hann er sonur þeirra
Dr. og Mrs. S. E. Björnsson, White
Rock, B.C., áður í Winnipeg.
I. -4. sept. — Ársþing „The West-
ern Canada Unitarian Conference“
haldið í Fort C’Appelle, Sask., Dr.
E. C. Brownell, Winnipeg, kosinn
forseti, og séra Philip M. Pétursson,
Winnipeg, var endurkosinn út-
breiðslustjóri.
Sept. — Tilkynnt, að Axel Vopn-
fjord kennari, áður skólastjóri í
Winnipeg og víðar, hafi verið skip-
aður kennari í vísindum við Mani-
toba Teachers College í Tuxedo,
Man. Hann hefir tekið mikinn þátt
í starfi Icelandic Canadian Club, og
er, meðal annars, fyrrv. forseti þess
félagsskapar.
9. sept. — Þann dag voru liðin 75
ár frá stofnun vikublaðsins Heims-
kringlu. Var þeirra merku tíma-
móta í sögu blaðsins minnzt með sér-
stakri hátíðarútgáfu af Lögbergi-
Heimskringlu. Ritstjóri Heims-
kringlu áratugum saman, áður en
vestur-íslenzku vikublöðin samein-
uðust, var Stefán Einarsson, nú bú-
settur í Vancouver, B.C.
II. -13. — Þá daga komu forseti
íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, og
forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir, á-
samt með fríðu föruneyti, í opinbera
heimsókn til landstjóra Kanada í
Quebec og stjórnarinnar í Ottawa.
Síðan heimsóttu þau á vegum Þjóð-
ræknisfélagsins íslendingabyggðir í
Kanada allt til vesturstrandar, og
hurfu heim um haf 25. sept. (Um