Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Síða 100

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Síða 100
82 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA á ýmsum stöðum meðal íslendinga vest- an hafs, á Almenna sjúkrahúsinu í Win- nipeg. Fæddur 14. ágúst 1883 að Ytra- Hóli í Vestur-Landeyjum í Rangárvalla- sýslu. Foreldrar: ólafur Erlendsson og Guðríður Þorsteinsdóttir. Kom til Vest- urheims haustið 1902. Kom með mörg- um hætti við sögu Lúterska kirkjufé- lagsins íslenzka vestan hafs. 22. Ingvar (Ingi) Magnús Thordarson, á heimili sínu í Hayward, Calif. Fædd- ur í Reykjavík 5. jan. 1910. Foreldrar: Þórður Ingvarsson söðlasmiður og kenn- ari og Jónína Þorsteinsdóttir, ættuð úr Skagafirði. Kom vestur um haf til Bandaríkjanna 1926. Um skeið formað- ur íslendingafélagsins í Norður-Kali- forníu. 26. Halldór Johnson fasteignasali, í Winnipeg. Fæddur 7. nóv. 1874. Foreldr- ar: Jón Vigfússon og Solveig Guðmunds- dótir í Hólakoti í Skagafirði. Kom frá íslandi til Kanada 1898. 27. Sumarliði (Sumi) Sveinsson, fast- eignasali, í Long Beach, Calif., 63 ára að aldri. Fæddur í Reykjavík, en fluttist til Vesturheims 1913. Hafði verið for- maður íslendingafélagsins í Los Angeles og forystumaður í öðrum félagsmálum. 27. Þórunn Davidson, ekkja Davíðs Davíðssonar, á Lundar, Man. Fædd 8. apríl 1859 í Geirakoti í Árnessýslu. For- eldrar: Þormóður Magnússon og Sigríður Gísladóttir. Kom vestur um haf til Kan- ada með manni sínum 1901. 30. Harold F. Davidson smiður, á heim- ili sínu í Winnipeg, 82 ára gamall. Kom frá íslandi á barnsaldri og hafði átt heima í Kanada í 73 ár. Marz — Karolína Rannveig Jóhannes- son, að Baldur, Man., ekkja Thorfinns Jóhannessonar. Fædd á Norðurlandi 12. maí 1869 og fluttist til Manitoba 1888. APRÍL 1961 1. Stefán Hansen, forstjóri hóptrygg- ingardeildar og varaforseti Great-West Life Assurance félagsins, í Winnipeg. Fæddur á íslandi 22. marz 1910. For- eldrar: Björn J. og Karitas Hansen. Flutt- ist með þeim vestur um haf til Nýja ís- lands fjögurra ára gamall, en ólst upp í Vatnabyggðum í Saskatchewan. Mikill áhugamaður um heilbrigðis- og mennta- mál og átti sæti í meiri háttar nefndum á því sviði. 4. Hallur Engilbert Magnússon kaup- maður, í Seattle, Wash. Fæddur á Sauð- árkróki 17. ágúst 1876. Foreldrar: Magn- ús Sölvason og Ragnhildur Grímsdóttir, ættuð úr Skagafjarðar- og Húnavatns- sýslum. Fluttist vestur um haf til Win- nipeg 1904 og dvaldi þar lengi fram eftir árum og að Lundar, Man., en í Seattle síðan 1924. Forustumaður í félagsmálum landa sinna á þeim slóðum, lengi for- seti Lestrarfélagsins og þjóðræknisdeild- arinnar „Vestri“, og skáld gott. 8. Henrietta Johnson, ekkja Jens John- son, á elliheimilinu „Betel“ að Gimli, Man. Fædd á Patreksfirði 16. sept. 1865. Foreldrar: Guðbjartur Ólafsson og Anna Halldórsdóttir. Kom vestur um haf 1911, um langt skeið búsett í Winnipeg. 11. Hans Pétur Líndal, á Almenna sjúkrahúsinu í Vancouver, B.C. Fæddur í Winnipegosis, Man., 17. okt. 1902. For- eldrar: Jakob og Anna Líndal. Albróðir Walters Líndal dómara í Winnipeg. 15. Þuríður Jónsdóttir Johnson, ekkja Hallgríms Jónssonar, frá Upham, N. Dak., á elliheimilinu ,,Borg“ að Moun- tain, N. Dak. Fædd 29. júní 1868 að Laug- um í Sælingsdal í Dalasýslu. Foreidrar: Jón Jónsson Björnssonar í Hvítuhlíð og Þuríður Grímsdóttir Guðmundssonar í Hvammsdal. Kom til Vesturheims 1905. 18. Marie Elizabeth Magnússon, í Se- attle, Wash. Fædd þar í borg 21. marz 1949. Foreldrar: Robert og Dorothy Magnússon. 19. Inga Rachel Sigríður Matthews, ekkja Lopts Matthews, á Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg, 54 ára að aldri. Fædd í Glenboro, Man., en hafði átt heima í Winnipeg í 38 ár. 22. Þuríður Ámason (Anderson), kona Stefáns Árnason (Anderson), frá Lund- ar, Man., á sjúkrahúsi í Winnipeg. Fædd 29. maí 1877 í Dalasýslu og kom snemma á árum vestur um haf með foreldrum sínum, Sigurbirni og Guðrúnu Guð- mundsson. 25. Gamalíel Thorleifsson, að heimili sínu að Garðar, N. Dakota. Fæddur á sumardaginn fyrsta 1865. Hörgdælingur að ætt og uppruna, en fluttist vestur um haf í Garðar-byggð sumarið 1891, og hafði verið búsettur þar jafnan síðan. Mikill fróðleiksmaður, er kom með mörgum hætti við félagsmálasögu byggð- ar sinnar. 26. Helga Peterson frá Langruth, Man., á Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg. Fædd að Syðri-Reykjum í Húnavatns- sýslu 13. ágúst 1886. MAÍ 1961 2. Anna Catron, kona Dr. M. A. Catron, að heimili sínu í Springfield, Mass. í Bandaríkjunum, 54 ára gömul. Fædd í Reykjavik, Man. Foreldrar: Ágúst og Sig- ríður Johnson, frumherjar þar í byggð. 7. Clara Steinthorson, kona H. Stein- thorson, forseta North American Lumber félagsins, að heimili sínu í Winnipeg. 9. Sarah (Sigrún) Smith, ekkja Richards Smith, á sjúkrahúsi í Winnipeg, yfir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.