Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Side 102
84
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
16. Elín Gíslason, fyrrum aðstoðar-
póstmeistari í Silver Bay, Man., á Al-
menna sjúkrahúsinu í Winnipeg. Fædd
að Brú 1 Argyle-byggð í Manitoba 1904.
Foreldrar: Jóel og Kristbjörg Gíslason,
er bjuggu um skeið að Baldur, Man., en
seinna í Silver Bay.
18. John Guðni Mýrdal rafmagns-
fræðingur, í Yuba City, Calif., 33 ára
gamall. Fæddur að Lundar, Man., en
hafði átt heima í Kaliforníu síðast liðin
tíu ár.
25. Sæmundur Guðmundsson Nordal,
bóndi í grennd við Leslie, Sask. Fæddur
12. ágúst 1883 á Akureyri. Foreldrar:
Guðmundur Guðmundsson Nordal, ætt-
aður af Akranesi, og Margrét Sigurðar-
dóttir Jónssonar í Skjaldarvík við Eyja-
fjörð. Fluttist til Vesturheims árið 1904.
26. Jóhanna Jónasson, ekkja Jónasar
Jónasson, á sjúkrahúsi í Bellingham,
Wash. Fædd 3. sept. 1867 á Dýrafirði.
Búsett í Blaine, Wash., síðan 1927, en
áður bjuggu þau hjón lengi í Moose Jaw,
Sask.
27. Séra Kristinn K. Ólafsson, á heim-
ili sínu í Manchester, Iowa. Fæddur í
Garðar-byggð í Norður-Dakota 28. sept.
1880, fyrsti íslendingur fæddur þar í
byggð. Foreldrar: Kristinn Ólafsson,
ættaður úr Eyjafirði, og Katrín Ólafs-
dóttir Guðmundssonar, ættuð úr Húna-
vatnssýslu; þau fluttust vestur um haf
til Wisconsin 1873, síðan um skeið í Min-
nesota, en komu í Garðar-byggð vorið
1880. Mikilhæfur kirkjuleiðtogi, forseti
Kirkjufélagsins íslenzka vestan hafs um
20 ára skeið, og skipaði einnig önnur
embætti þess.
28. Valgerður Hallgrímsson, kona Lin-
dals J. Hallgrímsson, áður um mörg ár
í Winnipeg, á sjúkrahúsi í Vancouver,
B.C. Fædd 18. nóv. 1883 í Argyle-byggð
í Manitoba. Foreldrar: Bjöm (Sigvalda-
son) og Kristín Walterson, er voru í hópi
fyrstu landnema þar í byggð. Búsett í
Burnaby, B.C., hin síðari ár.
29. Jónína Kristbjörg Blöndal, ekkja
Jóns Ágústs Blöndal, í Winnipeg, á ní-
ræðisaldri. Kom til Winnipeg mjög
snemma á árum, og hafði átt þar heima
í 84 ár.
JÚLÍ 1961
8. Guðrún Sigurbjörg Johnson, ekkja
Stefáns Johnson, í Wynyard, Sask., 77
ára að aldri. Fædd í Riverton, Man., en
hafði átt heima í Mozart-byggð í Sas-
katchewan í 57 ár.
9. Guðrún Líndal, ekkja Gunnars Lín-
dal, á sjúkrahúsi í Wadena, Sask., 86 ára
gömul. Fædd í Reykjavík og fluttist frá
Islandi til Selkirk, Man., 1908, en tveim
árum síðar í Mozart-byggð.
16. Magnús Sigfússon Baker, áður
lengi bóndi í Ferndale-byggð í Wash-
ington-ríki, á elliheimilinu „Stafholt“ í
Blaine, Wash. Fæddur á íslandi 18. ágúst
1866. Foreldrar: Sigfús og Sigríður
(Baker), ættuð úr Skagafirði.
28. E. Ragnar Eggertson framkvæmda-
stjóri, á sjúkrahúsi í Winnipeg. Fæddur
þar í borg 11. marz 1906, sonur Árna
Eggertssonar fasteignasala og fyrri konu
hans, Oddnýjar Jakobsdóttur, bæði látin.
ÁGÚST 1961
6. Vilhjálmur Johnson, í Selkirk,
Man., 73 ára að aldri.
13. Magnús Thordarson, fyrrum kaup-
maður, í Blaine, Wash. Fæddur að Borg
í Skutulsfirði 1869. Foreldrar: Þórður
Magnússon alþingismaður í Hattardal og
Guðrún Hafliðadóttir frá Heydal í ísa-
fjarðarsýslu. Fluttist vestur um haf með
föður sínum 1892, bjó í tíu ár að Baldur,
Man., en jafnan síðan í Blaine. Áhuga-
maður um almenn mál.
16. Guðríður Sigurdson, ekkja Jóns
Sigurðssonar, að heimili dóttur sinnar
í St. Boniface, Man. Fædd 15. sept. 1862.
Foreldrar: Jón Sigurðsson og Þórunn Ól-
afsdóttir í Hamrakoti í Hvanneyrarsókn
í Borgarfirði. Fluttist vestur um haf með
manni sínum og börnum 1893 og settust
þau að í Brandon, Man.
19. Una Sveinbjörg Bjarnason, kona
Bjarna Bjarnason, á Almenna sjúkrahús-
inu 1 Winnipeg. Fædd á Seyðisfirði 29.
ágúst 1891. Foreldrar: Bjarni Torfason og
Katrín Gissurardóttir. Kom vestur um
haf 1892. Áður búsett í Árborg og Gimli,
Man., en síðustu 34 árin í Winnipeg.
24. Jóhanna Jósepsdóttir Sveinsson,
kona Rögnvaldar Sveinssonar, í Vancou-
ver, B.C. Fædd 25. okt.1877 í Stranda-
sýslu. Foreldrar: Björn Jósepsson og
Þóra Guðmundsdóttir. Fluttist með þeim
vestur um haf til N. Dakota 1883. Lengi
búsett í Wynyard og Raymore, Sask., en
síðan 1942 í Vancouver.
27. Pálmi Sigurdson, smiður og sjó-
maður, í Boston, Mass. Fæddur 18. júní
1884 og ættaður af Seyðisfirði. Foreldrar:
Magnús og Stefanía Sigurdson. Kom
vestur um haf 1903.
30. Jakobína Johnson, ekkja Þorleifs
Jónssonar, lengi búsett að Point Roberts,
Wash., í Blaine, Wash. Fædd 1872. For-
eldrar: Jón Gíslason og Solveig Jóns-
dóttir, er bjuggu um langt skeið í Neðri-
Hugadal í Dölum. Fluttist ung með for-
eldrum sínum til N. Dakota.
SEPTEMBER 1961
6. Björn Björnsson, frá Laufási í Lund-
arbyggð í Manitoba, á Almenna sjúkra-
húsinu í Winnipeg. Fæddur að Sleðbrjót
í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu 15.
maí 1881. Foreldrar: Björn Austmann og