Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Síða 108

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Síða 108
90 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA um verkum margra hinna merkustu ís- lenzkra listmálara. Þegar hann hvarf heim um haf aftur, varð séra Jón Bjarman að Lundar við tilmælum fé- lags vors um að halda áfram sýningum séra Braga í Churchbridge, Sask., og á ýmsum stöðum á vesturströndinni. Munu þeir prestarnir, að samanlögðu, hafa heimsótt flestar deildir félagsins á veg- um þess, og vil ég í félagsins nafni þakka þeim fræðslu- og landkynningar- starfsemi þeirra. Var hér jafnframt um nýmæli að ræða, því að eigi hefir áður farið fram slík kynning íslenzkrar mál- aralistar meðal íslendinga í Vesturheimi, og er vonandi, að þessi menningarlega viðleitni félags vors hafi orðið þeim, er sýningarnar sóttu, til ánægju og fróð- leiks. Æliar- og menningar- lenglsin við ísland í þau hafa ofizt nýir þættir með gagn- kvæmum heimsóknum og öðrum hætti á árinu. Skal þá fyrst getið heimsóknar herra Sigurbjarnar Einarssonar, bisk- upsins yfir íslandi. Hann kom, eins og kunnugt er, í boði íslenzka-lúterska Kirkjufélagsins; en oss gafst tækifæri til að taka þátt í samkomum honum til heiðurs, og þökkum þann vinarhug. Biskupinn flutti oss faguryrtar og hjarta- hlýjar kveðjur frá ættlandi og ættþjóð, er fundu næman hljómgrunn í sálum vorum. Óhætt má því fullyrða, að með komu sinni hafi hann drjúgum treyst þau bræðrabönd, trúar- og menningar- leg bönd, sem tengja oss íslandi og fs- lendingum í heimalandinu. Öðrum kærkomnum gestum, auk séra Braga, sem þegar er nefndur, áttum vér einnig að fagna heiman um haf á árinu, en það vöru þeir dr. Þorkell Jóhannes- son rektor og Birgir Thorlacius ráðu- neytisstjóri, er komu hingað snemma í júlímánuði. í sameiningu efndu Þjóð- ræknisfélagið og Canada-Iceland Foun- dation til virðulegs hádgisverðar þeim til heiðurs. Tóku þar til máls, auk heið- ursgestanna, fulltrúar ýmissa íslenzkra félaga, meðal annarra, varaforseti félags vors, séra Philip M. Pétursson, er af- henti dr. Þorkatli heiðursfélagaskírteini félagsins, og vararitari, Walter J. Lindal dómari, forseti Iceland Canada Founda- tion. Votta ég þeim öllum, er hlut áttu að þessu samkvæmi, þökk félags vors, og er ég ekki að efa, að heimsókn þess- ara ágætu manna styrkti ættar- og menningarböndin yfir hafið. Hitt er oss einlægt harmsefni, að dr. Þorkell Jó- hannesson er nú horfinn úr hópnum; átti heimaþjóðin þar á bak að sjá einum af sínum beztu sonum og mikilvirkum og gagnmerkum fræðimanni, en vér ís- lendingar vestan hafs heilhuga vini og velunnara. Góðu heilli, eigum vér marga aðra hollvini heima á ættjörðinni, sem annt er um framhaldandi ættar- og menn- ingartengsli milli vor íslendinga yfir hið breiða haf. Nefni ég þar fyrst Þjóð- ræknisfélagið á íslandi, með þá Sigurð Sigurgeirsson og dr. Finnboga Guð- mundsson í fararbroddi, en fjölda ágætra manna og kvenna þeim að baki. Munum vér íslendingar vestan um haf, er dvöld- um heima á íslandi síðastliðið sumar, verða langminnugir hins framúrskarandi ánægjulega gestamóts, sem félagið hélt til þess að fagna oss. Þar héldust fag- urlega í hendur höfðingleg rausn og djúpstæður bróðurhugur. Þá vinnur Árni Bjarnarson og nefnd hans með mörgum hætti að eflingu sam- bands og samvinnu íslendinga austan hafs og vestan. Kynntist ég því vel í heimferð minni, hve mikið hann leggur á sig til þess að greiða götu íslendinga vestan um haf heima á ættjörðinni og gera þeim dvölina þar sem ánægjuleg- asta, að eitt sé talið af viðleitni hans í þjóðræknismálum. Merkasta verk í þá átt, sem hann hefir með höndum, er þó starf hans að útgáfu hins mikla rits Æviskrár Vesiur-íslendinga, sem út er nú að koma á vegum Prentverks Odds Björnssonar á Akureyri. Verðskuldar út- gáfa þessa merkisrits heilhuga stuðning vor íslendinga vestan hafs. Var Árni einnig framarlega í hópi þeirra, er gengust fyrir heimboði mínu til fslands síðastliðið sumar. Hefi ég í byrjun þessa máls vikið að þeirri heim- sókn og hinum frábæru viðtökum af allra hálfu, en hér skal stuttlega horfið að ræðuhöldum mínum, sem fjölluðu að mjög miklu leyti um Vestur-íslend- inga, íslenzk menningar- og þjóðræknis- mál, en alls mun ég hafa flutt milli 40 og 50 ræður og ávörp í ferðinni. Um ræðuhöld mín á ýmsum meiriháttar sam- komum er getið í ferðaþáttum mínum í Tímaritinu, og er því óþarft að fara fleiri orðum um þau hér. Hins vegar þykir mér rétt að geta þess á þessum vettvangi, að fyrirlestur minn um Vest- ur-íslendinga, „Með alþjóð fyrir keppi; naut“, flutti ég í Háskóla íslands og á opinberum samkomum á ísafirði, Akur- eyri og sex stöðum á Austurlandi. Áður en ég fór af íslandi var fyrirlestur þessi tekinn á segulband og útvarpaði ís- lenzka ríkisútvarpið honum 16. október. Hefir hann nú einnig verið prentaður í tímaritinu Eimreiðinni. Á ferðum mín- um um fsland var ég stöðugt að skila kveðjum frá ættingjum og vinum hér vestra heim um haf, og flutti með mér aftur fjölda af hliðstæðum kveðjum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.