Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 108
90
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
um verkum margra hinna merkustu ís-
lenzkra listmálara. Þegar hann hvarf
heim um haf aftur, varð séra Jón
Bjarman að Lundar við tilmælum fé-
lags vors um að halda áfram sýningum
séra Braga í Churchbridge, Sask., og á
ýmsum stöðum á vesturströndinni. Munu
þeir prestarnir, að samanlögðu, hafa
heimsótt flestar deildir félagsins á veg-
um þess, og vil ég í félagsins nafni
þakka þeim fræðslu- og landkynningar-
starfsemi þeirra. Var hér jafnframt um
nýmæli að ræða, því að eigi hefir áður
farið fram slík kynning íslenzkrar mál-
aralistar meðal íslendinga í Vesturheimi,
og er vonandi, að þessi menningarlega
viðleitni félags vors hafi orðið þeim, er
sýningarnar sóttu, til ánægju og fróð-
leiks.
Æliar- og menningar-
lenglsin við ísland
í þau hafa ofizt nýir þættir með gagn-
kvæmum heimsóknum og öðrum hætti
á árinu. Skal þá fyrst getið heimsóknar
herra Sigurbjarnar Einarssonar, bisk-
upsins yfir íslandi. Hann kom, eins og
kunnugt er, í boði íslenzka-lúterska
Kirkjufélagsins; en oss gafst tækifæri
til að taka þátt í samkomum honum til
heiðurs, og þökkum þann vinarhug.
Biskupinn flutti oss faguryrtar og hjarta-
hlýjar kveðjur frá ættlandi og ættþjóð,
er fundu næman hljómgrunn í sálum
vorum. Óhætt má því fullyrða, að með
komu sinni hafi hann drjúgum treyst
þau bræðrabönd, trúar- og menningar-
leg bönd, sem tengja oss íslandi og fs-
lendingum í heimalandinu.
Öðrum kærkomnum gestum, auk séra
Braga, sem þegar er nefndur, áttum vér
einnig að fagna heiman um haf á árinu,
en það vöru þeir dr. Þorkell Jóhannes-
son rektor og Birgir Thorlacius ráðu-
neytisstjóri, er komu hingað snemma í
júlímánuði. í sameiningu efndu Þjóð-
ræknisfélagið og Canada-Iceland Foun-
dation til virðulegs hádgisverðar þeim
til heiðurs. Tóku þar til máls, auk heið-
ursgestanna, fulltrúar ýmissa íslenzkra
félaga, meðal annarra, varaforseti félags
vors, séra Philip M. Pétursson, er af-
henti dr. Þorkatli heiðursfélagaskírteini
félagsins, og vararitari, Walter J. Lindal
dómari, forseti Iceland Canada Founda-
tion. Votta ég þeim öllum, er hlut áttu
að þessu samkvæmi, þökk félags vors,
og er ég ekki að efa, að heimsókn þess-
ara ágætu manna styrkti ættar- og
menningarböndin yfir hafið. Hitt er oss
einlægt harmsefni, að dr. Þorkell Jó-
hannesson er nú horfinn úr hópnum;
átti heimaþjóðin þar á bak að sjá einum
af sínum beztu sonum og mikilvirkum
og gagnmerkum fræðimanni, en vér ís-
lendingar vestan hafs heilhuga vini og
velunnara.
Góðu heilli, eigum vér marga aðra
hollvini heima á ættjörðinni, sem annt
er um framhaldandi ættar- og menn-
ingartengsli milli vor íslendinga yfir
hið breiða haf. Nefni ég þar fyrst Þjóð-
ræknisfélagið á íslandi, með þá Sigurð
Sigurgeirsson og dr. Finnboga Guð-
mundsson í fararbroddi, en fjölda ágætra
manna og kvenna þeim að baki. Munum
vér íslendingar vestan um haf, er dvöld-
um heima á íslandi síðastliðið sumar,
verða langminnugir hins framúrskarandi
ánægjulega gestamóts, sem félagið hélt
til þess að fagna oss. Þar héldust fag-
urlega í hendur höfðingleg rausn og
djúpstæður bróðurhugur.
Þá vinnur Árni Bjarnarson og nefnd
hans með mörgum hætti að eflingu sam-
bands og samvinnu íslendinga austan
hafs og vestan. Kynntist ég því vel í
heimferð minni, hve mikið hann leggur
á sig til þess að greiða götu íslendinga
vestan um haf heima á ættjörðinni og
gera þeim dvölina þar sem ánægjuleg-
asta, að eitt sé talið af viðleitni hans í
þjóðræknismálum. Merkasta verk í þá
átt, sem hann hefir með höndum, er þó
starf hans að útgáfu hins mikla rits
Æviskrár Vesiur-íslendinga, sem út er
nú að koma á vegum Prentverks Odds
Björnssonar á Akureyri. Verðskuldar út-
gáfa þessa merkisrits heilhuga stuðning
vor íslendinga vestan hafs.
Var Árni einnig framarlega í hópi
þeirra, er gengust fyrir heimboði mínu
til fslands síðastliðið sumar. Hefi ég í
byrjun þessa máls vikið að þeirri heim-
sókn og hinum frábæru viðtökum af
allra hálfu, en hér skal stuttlega horfið
að ræðuhöldum mínum, sem fjölluðu
að mjög miklu leyti um Vestur-íslend-
inga, íslenzk menningar- og þjóðræknis-
mál, en alls mun ég hafa flutt milli
40 og 50 ræður og ávörp í ferðinni. Um
ræðuhöld mín á ýmsum meiriháttar sam-
komum er getið í ferðaþáttum mínum í
Tímaritinu, og er því óþarft að fara
fleiri orðum um þau hér. Hins vegar
þykir mér rétt að geta þess á þessum
vettvangi, að fyrirlestur minn um Vest-
ur-íslendinga, „Með alþjóð fyrir keppi;
naut“, flutti ég í Háskóla íslands og á
opinberum samkomum á ísafirði, Akur-
eyri og sex stöðum á Austurlandi. Áður
en ég fór af íslandi var fyrirlestur þessi
tekinn á segulband og útvarpaði ís-
lenzka ríkisútvarpið honum 16. október.
Hefir hann nú einnig verið prentaður í
tímaritinu Eimreiðinni. Á ferðum mín-
um um fsland var ég stöðugt að skila
kveðjum frá ættingjum og vinum hér
vestra heim um haf, og flutti með mér
aftur fjölda af hliðstæðum kveðjum