Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Page 31

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Page 31
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 31 gUðlaUg ólafsdóttir, hanna ragnarsdóttir og BörkUr hansen Ein af niðurstöðum PISA sem vekur athygli er að samband milli þjóðfélagsstöðu og árangurs er mjög veikt hér á landi og virðist þjóðfélagsstaða hafa minni áhrif á árangur en í öðrum þátttökulöndum (Almar M. Halldórsson, Ragnar F. Ólafsson, Óskar H. Níelsson og Júlíus K. Björnsson, 2010). Í rannsókn Þórodds Bjarnasonar (2006) kemur fram að unglingum sem alast upp á heimilum þar sem töluð eru önnur mál en íslenska líður verr í skóla en íslenskum jafnöldrum, félagsleg tengsl þeirra eru slök og þeir eru líklegri til að verða fyrir einelti. Í rannsókninni Ungt fólk (Margrét L. Guðmundsdóttir, Álfgeir L. Kristjánsson, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Jón Sigurðsson, 2009) koma fram sterkar vísbendingar um að nemendur sem búa á heimili þar sem talað er annað tungumál en íslenska taki ekki þátt í skipulögðum tómstundum í jafn ríkum mæli og íslenskir jafnaldrar þeirra (Gísli Árni Eggertsson, munnleg heimild, 24. febrúar 2011).1 Nemendur af erlendum upp- runa virðast því standa verr að vígi en íslenskir jafnaldrar þeirra á ýmsum sviðum. Þessar niðurstöður eru í samræmi við rannsóknir undanfarinna ára í öðrum löndum sem sýna jaðarstöðu barna af erlendum uppruna (Brooker, 2002; Hernandez, 2004; Nieto, 2010; Nieto og Bode, 2010; Rumbaut og Portes, 2001; Wrigley, 2000, 2003). Fjölmenningarleg menntun, framtíðarsýn og gildi í skólastarfi Fjölmenningarleg menntun sem umbótahreyfing hófst í Bandaríkjunum upp úr 1960 í kjölfar réttindabaráttu blökkumanna þar í landi og átti að styðja menntunarlegan jöfnuð kynþátta og margs konar minnihlutahópa. Banks (2010) útvíkkaði hugtakið þannig að það nær til alls skólastarfsins og samfélagsins. Hann lítur á fjölmenningar- lega menntun sem allt í senn, hugmynd, umbótahreyfingu og þróun sem byggist á því að allir nemendur, óháð kyni, uppruna, tungumáli eða menningu, hafi jöfn tækifæri til að ná árangri í skólanum. Markmiðin eru menntunarlegur jöfnuður og því er fjöl- menningarleg menntun í stöðugri þróun þar sem markmiðin nást aldrei til fulls. Nieto og Bode (2010) tala einnig um fjölmenningarlega menntun sem umbótahreyfingu þar sem skólafólkið tekur afstöðu gegn öllum ójöfnuði og hafnar kynþáttafordómum. Í umfjöllun um fjölmenningarlega menntun gegnir menning lykilhlutverki. Menn- ing skóla er hluti af stærra félagslegu og stjórnmálalegu kerfi. Hún er jafnframt virkt og breytilegt hreyfiafl en ekki föst stærð og mótast meðal annars af því fólki sem starfar í skólunum (Nieto, 2010). Sameiginleg sýn eða framtíðarsýn skólafólksins mótar menninguna sem þar ríkir. Í henni er að finna meginlínur, þau gildi og viðmið sem unnið er eftir í skólanum og hún verður aldrei sameiginleg nema hún sé mótuð með þátttöku allra sem hlut eiga að máli (Banks, 2010; Nieto, 2010; Ólafur H. Jóhannsson, 2003; Ryan, 2006). Hlutverk stjórnenda er því að virkja skapandi hugsun starfsmanna og forystuhæfileika annarra í starfsliðinu þannig að skólafólkið vinni sem einn maður. Í grunnskólalögum (Lög um grunnskóla nr. 91/2008) kemur meðal annars fram að starfshættir skóla skuli mótast af jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi og virðingu fyrir manngildi. Þarna eru sem sé þau gildi sem skólinn á að hafa í heiðri sett saman í stuttu máli. Í íslenskum námskrám er aftur á móti ekki talað um hlutverk gildanna í skólastarfinu (Gunnar E. Finnbogason, 2004). Til að skólar geti starfað á jafnréttis- grundvelli í fjölmenningarsamfélögum verða tiltekin grunngildi að vera fyrir hendi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.