Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Page 35

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Page 35
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 35 gUðlaUg ólafsdóttir, hanna ragnarsdóttir og BörkUr hansen • Lamptonskóli er í Hounslow-hverfi í London og eru nemendur á aldrinum 11–18 ára. Lamptonskóli varð fyrir valinu vegna þess að um 80% nemenda voru af erlendum uppruna árið 2010 og hlutfall nemenda sem voru ekki með ensku sem móður- mál er töluvert yfir meðaltali í landinu. Á GCSE-prófum (General Certificate of Secondary Education) sem haldin eru fyrir nemendur á aldrinum 14–16 ára kemur fram að skólinn hefur náð mjög góðum árangri og er í hópi 25% skóla sem skila hvað bestum árangri á þessum prófum. Rannsókn á starfsháttum skólans var síð- ast metin af OFSTED (Office for Standards in Education, Children’s Services and Skills) árið 2008 og var skólinn með framúrskarandi umsögn í öllum þeim þáttum sem voru metnir (Lampton School, 2010). Rannsóknarsnið, gagnasöfnun og úrvinnsla gagna Rannsóknin var skipulögð sem tilviksrannsókn. Tilviksrannsóknir taka til einstak- linga, hópa, stofnana eða ákveðinna þátta í starfi stofnana (Bogdan og Biklen, 1992). Þær eru lýsandi og hafa það markmið að auka skilning og varpa ljósi á raunveruleg tilvik og aðstæður. Ef tilvikin eru fleiri en eitt er hvert þeirra meðhöndlað sérstaklega en í lokin er byggt á niðurstöðum allra tilvikanna (Rúnar Helgi Andrason, 2003). Í þessari rannsókn var stuðst við þrjú tilvik sem öll hæfa markmiðum rannsóknarinnar (e. purposive sampling). Gögnum var safnað með viðtölum og vettvangsathugunum en einnig voru opinber gögn um skólana skoðuð. Við undirbúning gagnasöfnunar var unnið út frá hugmyndafræði fjölmenningarlegrar menntunar og stefnt að því að ná fram upplýsingum um: • Fjölmenningarlegar áherslur í menningu skólanna og hvernig gildin sem unnið er eftir móta starfið í skólanum. • Áherslur í námi og kennslu og hvernig komið er til móts við þarfir nemenda í skipulagi skólastarfsins. • Vinnu gegn fordómum og einelti. Viðtölin voru umfangsmesti þáttur gagnasöfnunarinnar og voru tekin óstöðluð viðtöl. Þá er umræðuefnið ákveðið af rannsakanda sem leiðir viðtalið en gætir þess jafnframt að hafa sem minnst áhrif á skoðanir viðmælenda á umræðuefninu (Helga Jónsdóttir, 2003; Kvale, 2007). Markmið viðtalanna var að ná því fram hvað viðmælendur telja að hafi reynst vel í skipulagi og starfsháttum skólastarfs með nemendum af erlendum uppruna og þeir vilja þróa áfram. Tekin voru viðtöl við einn skólastjórnanda í hverjum skóla (eftir atvikum skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra) og 13 kennara, samtals 16 viðmælendur, bæði karla og konur. Viðtölin tóku á bilinu 30–65 mínútur hvert. Í öllum skólunum voru kennarar af erlendum uppruna en til að gæta nafnleyndar er það látið ósagt hvort talað var við einhverja úr þeim hópi. Í vettvangsathugun fer athugandinn á vettvang, dvelur einhvern tíma á staðnum, dregur upp mynd af vettvanginum, beinir sjónum að tilteknum þáttum og skráir það sem hann sér og eigin hugleiðingar (Flick, 2006). Vettvangsathuganirnar fólust í því að farið var í skólana þrjá, setið í kennslustundum og aðstæður skoðaðar með sömu atriði í huga og í viðtölunum. Í íslensku skólana var farið fimm sinnum í heimsókn í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.