Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 80

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 80
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 201280 UndirBúningUr verðandi stærðfræðikennara (California Commission on Teacher Credentialing, 2010). Texas og Kalifornía eru hér nefnd ekki síst vegna þess að þau eru tvö fjölmennustu fylki Bandaríkjanna en einnig vegna þess að námskrár þeirra og viðmið eru stundum talin hafa afgerandi áhrif á námskrár annarra fylkja (sjá til dæmis Apple, 1993). aðfErð Markmið rannsóknarinnar var að kanna hugtakaskilning og stærðfræðilega ígrundun þátttakenda til að leggja mat á það hvort undirbúningur í fræðilegri stærðfræði í kennaranámi tæki nægilegt mið af því að undirbúa nemendur undir að starfa af fag- mennsku í anda hugsmíðahyggju. Til að ná þessum markmiðum var stefnt að því að fá svör við eftirfarandi spurningum: 1. Sýna kennaranemar nægilegan skilning á verkefninu til að gera sér grein fyrir hvaða ráðum megi beita til að takast á við það? 2. Sýna kennaranemar gagnrýna og greinandi hugsun í glímu við verkefnið? 3. Virðast kennaranemar ígrunda verkefni sem þeir fást við eða hafa leyst og freista þess að sjá það í víðara samhengi? Spyrja þeir sig spurninga? 4. Er auðvelt að beina kennaranemum, sem láta duga að leysa verkefni, inn á þá braut að ígrunda verkefnið frekar? Í gagnrýninni og greinandi hugsun felst, að forsendur eru vegnar og metnar, röksemda- færslur ígrundaðar og niðurstöður vandlega endurskoðaðar. Beitt er athugulum hug á allar hliðar máls þegar unnið er að lausn viðfangsefnis. Leitað er eftir greinandi skilningi á viðfangsefninu með því að hluta það kerfisbundið niður, greina orsaka- sambönd, gera áætlun um lausn og vinna að henni skref fyrir skref. Við val á framangreindum rannsóknarspurningum voru hæfniþættir KOM-skýrsl- unnar og TExES-viðmiðanna hafðir til hliðsjónar ásamt skilgreiningu Ragnhildar Bjarnadóttur á fjórum hliðum á starfshæfni kennara (Niss og Højgaard Jensen, 2002; Ragnhildur Bjarnadóttir, 2004; Texas Education Agency, 2010). Þátttakendur og gögn Þátttakendur í rannsókninni voru tólf nemendur í þriggja ára grunnnámi fyrir kenn- ara á fyrsta tug þessarar aldar. Þessir nemendur voru allir á stærðfræðikjörsviði. Fyrir kjörsviðshópa voru lögð verkefni af fimm sviðum stærðfræðinnar og skyldu nem- endurnir velta þeim fyrir sér, ræða þau og leysa eða reyna að leysa. Verkefnunum, A–E, verður lýst hér á eftir. Nemendum var kynnt að greinarhöfundar hygðust rann- saka hugtakaskilning og ígrundun. Þeir höfðu val um að taka þátt í að leysa verkefnin að undanskildu einu þeirra sem var hluti af lokaprófi. Eitt annað verkefni var hluti af námsmati þeirra sem völdu að glíma við það, annars var ekki um námsverkefni að ræða. Greinarhöfundar söfnuðu munnlegum og skriflegum gögnum frá þátttakendum og ræddu við þá, einslega eða í hópum, um verkefnin sem þeir glímdu við. Munnlegum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.