Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Síða 124

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Síða 124
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012124 sk JólstæðingUr minn eða vinnUveitandi – skiptir það máli ? Þetta er ekki í boði fyrir allt fullorðið fólk með þroskahömlun í dag þar sem aðstoð á heimilum þess er oft í algjöru lágmarki og samnýtt af mörgum, t.d. eftir miðnætti. Fólk sem býr á sambýlum eða í þjónustukjörnum á oft erfitt með að taka fullan þátt í samfélaginu vegna þess að sú aðstoð sem því er ætluð er að mestu bundin við heimili þess en ekki fólkið sjálft. Í umræðu um NPA hafa þroskaþjálfar og annað fagfólk lýst yfir efasemdum um að fólk með þroskahömlun hafi fjárhagslega burði til þess að taka það skref að flytja út af sambýlum. Þau rök sem hafa verið nefnd eru að tekjur fólksins eða örorkubætur dugi oft ekki til þess að reka heimili svo þetta falli um sjálft sig. Þessar áhyggjur eru skiljan- legar og réttmætar. Þeir sem þurfa að lifa af örorkubótum ná ekki endum saman. Fólk hefur ekki bolmagn til þess að leigja á almennum markaði eða kaupa íbúð eins og staðan er í dag og ljóst er að úrbætur þarf til þess að fólk geti lifað af örorkubótum. Við leysum þó alls ekki vandann með því að gefa fötluðu fólki einungis færi á að velja á milli stofnanabúsetu eða fátæktar, annað þarf að koma til. Að mínu mati ætti fagfólk, líkt og þroskaþjálfar, að vera meðvitað um hlutverk sitt í réttindagæslu fatlaðs fólks og aðstoða fólkið í baráttu fyrir sambærilegum lífskjörum og annað fólk í samfélaginu nýtur. Í markmiðsgrein laga um málefni fatlaðs fólks segir: „Markmið þessara laga er að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi“ (Lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992). Við eigum langt í land með að ná þessum markmiðum. Fatlað fólk býr ekki við jafnrétti, nýtur ekki sambærilegra lífskjara á borð við aðra og fólkinu hafa ekki verið sköpuð skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Árið 2011 voru 66 manns á biðlista eftir heim- ilum, eða sértækum búsetuúrræðum fyrir einstaklinga með þroskahömlun og skyldar raskanir eins og það er kallað hjá Reykjavíkurborg (Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, 2011). Fatlað fólk sem þarf aðstoð situr ekki við sama borð og aðrir þjóðfélagsþegnar þegar kemur að því að eignast heimili. ég hef orðið vitni að því að sumum ráðamönnum, embættismönnum og fagfólki finnst oft og tíðum eðlilegt að fatlað fólk, sérstaklega fólk með þroskahömlun, búi við það að deila persónulegu rými mjög náið með öðru fötluðu fólki. Mörgum þeirra þykir t.d. ekkert athugavert við að fólk með þroskahömlun hafi ekki val um hvar það býr eða með hverjum eða hver aðstoði það. Enn fremur að það sé talið eðlilegt, eins og nú er vegna fyrirkomulags á ferðaþjónustu, að fatlað fólk þurfi að ákveða með sólar- hringsfyrirvara hvort það ætli út af heimili sínu. Þá hef ég einnig orðið vör við það sjónarmið að í raun ætti fatlað fólk bara að vera þakklátt fyrir þá góðu þjónustu sem í boði er. Þess má geta að þetta er allt ófatlað fólk sem ekki hefur þurft að reiða sig á þjónustu af neinu tagi til að lifa sínu lífi. Fagfólk í þjónustukerfinu leitar oft eftir áliti eða óskum fatlaðs fólks um þjónustu en getur svo ekki fylgt því eftir og raunverulegt val hefur verið lítið þar sem framboð á þjónustu er af mjög skornum skammti og þjónustan hefur verið bundin við ákveðin búsetuúrræði (Auður Finnbogadóttir, 2010). Líkt og þegar um þjónustu á vegum sveitarfélaganna er að ræða þarf fólk sem ákveður að sækja um NPA að taka þátt í þjónustumati til þess að finna út hvaða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.