Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Page 134
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012134
list- og menningarfræðsla á íslandi
sjálfsmynd. Í skýrslunni kemur til dæmis fram að flestir skólastjórnendur grunnskóla
töldu að meginmarkmið listfræðslu væru efling sjálfstrausts, ánægju og vellíðunar, að
stuðla að alhliða þroska og að þroska sköpunargáfu (bls. 65).
uM þýðingu Og frágang, HugtÖK Og
ólÍKar Hliðar náMs
Bókin er tæpar 170 blaðsíður, í kiljuformi og þægileg aflestrar. Framan á kápunni eru
litríkar málningarklessur sem eiga væntanlega að vekja athygli á innihaldi bókarinnar.
Það er ekki hægt að segja að frumleg eða skapandi hugsun hafi legið að baki þessari
kápuhönnun, málningarklessurnar eru klisja um listamanninn sem villtan málara og
tenging við innihaldið er hvorki góð né forvitnileg. Ráðuneytið hefði mátt leggja meira
í útlit bókarinnar og taka þannig undir fullyrðingar í skýrslunni um það að listir og
menning búi yfir afli til að breyta staðalmyndum okkar og hugmyndum um heiminn.
Nú, þegar þessi skýrsla Anne Bamford kemur út á íslensku, er mikilvægt að við
séum afar meðvituð um þýðingu fagorða og hugtaka, þar sem þýðingin getur haft
áhrif á skilning okkar á þessum hugtökum og þar með möguleika okkar á að víkka
út þekkinguna. Það hefði verið gagnlegt að fjalla um óskipulegt nám (e. informal
learning) í skýrslunni, einkum vegna þess að skilgreining á listum er mjög ólík eftir
því hvort miðað er við skipulagt skólastarf (formlegt og óformlegt) eða hvort miðað
er við þann skilning sem ríkjandi er í samfélaginu utan skólanna. Hinn víði skilningur
á listum sem er ríkjandi í samfélaginu gefur rannsóknum á óskipulegu námi mikið
vægi. Eins og áður kom fram kallar Bamford eftir frekari rannsóknum á snertiflötum
listnáms innan skólastofnana og starfi þeirra sem vinna að listum í víðari skilningi úti
í samfélaginu.
Vandinn við þýðingu á fagorðum er eitt og alls ekki skal dregið úr vægi hans. En
vandinn við að þýða ritaða ensku yfir á ritaða íslensku er annað og því miður gætir
víða ankannalegs orðalags þar sem ensk setningaskipan virðist ríkja. Sem dæmi má
nefna setningu á bls 97: „Þeir sem kenna listir jafnt og nemendur ættu að fá þjálfun í að
spyrja spurninga.“ Eins er hægt að benda á hreina ónákvæmni sem veldur því að text-
inn verður illskiljanlegur eða hreinlega rangur. Eftirfarandi eru tvö dæmi um þetta,
bæði um yfirborðslega umfjöllun og um ónákvæmni í þýðingu og framsetningu texta.
Á bls. 96 er vitnað í rannsóknargögnin í stuttri frásögn, merkt „Svipmynd 3.4.2
Þetta er skóli 21. aldarinnar.“ Frásögnin hefst með þessari lýsingu:
Í nútímalegri byggingu leiðir listmenntaður skólastjóri 450 nemendur og 70 kennara
í námskeiðum í frumkvöðlamennt.
Áhersla skólans er frumkvöðlamennt og að kenna á hugmyndaríkan hátt. Börnin
læra í gegnum hönnunarferli, þar reynir á ímyndunaraflið, skapandi hugsun og
lausn vandamála. Lögð er áhersla á nýsköpun alla daga. (bls. 96)
Textinn heldur svo áfram, þar sem skólastarfinu er lýst með almennum, fögrum orð-
um en hvergi er nánar fjallað um hvað er í rauninni átt við. Þetta textabrot færir okkur