Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Síða 134

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Síða 134
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012134 list- og menningarfræðsla á íslandi sjálfsmynd. Í skýrslunni kemur til dæmis fram að flestir skólastjórnendur grunnskóla töldu að meginmarkmið listfræðslu væru efling sjálfstrausts, ánægju og vellíðunar, að stuðla að alhliða þroska og að þroska sköpunargáfu (bls. 65). uM þýðingu Og frágang, HugtÖK Og ólÍKar Hliðar náMs Bókin er tæpar 170 blaðsíður, í kiljuformi og þægileg aflestrar. Framan á kápunni eru litríkar málningarklessur sem eiga væntanlega að vekja athygli á innihaldi bókarinnar. Það er ekki hægt að segja að frumleg eða skapandi hugsun hafi legið að baki þessari kápuhönnun, málningarklessurnar eru klisja um listamanninn sem villtan málara og tenging við innihaldið er hvorki góð né forvitnileg. Ráðuneytið hefði mátt leggja meira í útlit bókarinnar og taka þannig undir fullyrðingar í skýrslunni um það að listir og menning búi yfir afli til að breyta staðalmyndum okkar og hugmyndum um heiminn. Nú, þegar þessi skýrsla Anne Bamford kemur út á íslensku, er mikilvægt að við séum afar meðvituð um þýðingu fagorða og hugtaka, þar sem þýðingin getur haft áhrif á skilning okkar á þessum hugtökum og þar með möguleika okkar á að víkka út þekkinguna. Það hefði verið gagnlegt að fjalla um óskipulegt nám (e. informal learning) í skýrslunni, einkum vegna þess að skilgreining á listum er mjög ólík eftir því hvort miðað er við skipulagt skólastarf (formlegt og óformlegt) eða hvort miðað er við þann skilning sem ríkjandi er í samfélaginu utan skólanna. Hinn víði skilningur á listum sem er ríkjandi í samfélaginu gefur rannsóknum á óskipulegu námi mikið vægi. Eins og áður kom fram kallar Bamford eftir frekari rannsóknum á snertiflötum listnáms innan skólastofnana og starfi þeirra sem vinna að listum í víðari skilningi úti í samfélaginu. Vandinn við þýðingu á fagorðum er eitt og alls ekki skal dregið úr vægi hans. En vandinn við að þýða ritaða ensku yfir á ritaða íslensku er annað og því miður gætir víða ankannalegs orðalags þar sem ensk setningaskipan virðist ríkja. Sem dæmi má nefna setningu á bls 97: „Þeir sem kenna listir jafnt og nemendur ættu að fá þjálfun í að spyrja spurninga.“ Eins er hægt að benda á hreina ónákvæmni sem veldur því að text- inn verður illskiljanlegur eða hreinlega rangur. Eftirfarandi eru tvö dæmi um þetta, bæði um yfirborðslega umfjöllun og um ónákvæmni í þýðingu og framsetningu texta. Á bls. 96 er vitnað í rannsóknargögnin í stuttri frásögn, merkt „Svipmynd 3.4.2 Þetta er skóli 21. aldarinnar.“ Frásögnin hefst með þessari lýsingu: Í nútímalegri byggingu leiðir listmenntaður skólastjóri 450 nemendur og 70 kennara í námskeiðum í frumkvöðlamennt. Áhersla skólans er frumkvöðlamennt og að kenna á hugmyndaríkan hátt. Börnin læra í gegnum hönnunarferli, þar reynir á ímyndunaraflið, skapandi hugsun og lausn vandamála. Lögð er áhersla á nýsköpun alla daga. (bls. 96) Textinn heldur svo áfram, þar sem skólastarfinu er lýst með almennum, fögrum orð- um en hvergi er nánar fjallað um hvað er í rauninni átt við. Þetta textabrot færir okkur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.