Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 136

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 136
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012136 list- og menningarfræðsla á íslandi hugmyndir um áframhaldandi rannsóknir og eru þær allar góðar en hefðu verið enn sterkari ef efni skýrslunnar styddi betur við þær. frEKari rannsóKnir Skýrslan er í heild sinni afar víðfeðm og á köflum ristir hún ekki djúpt. Hins vegar er hún tvímælalaust afar mikilvæg byrjun á rannsóknum á þessu sviði. Vonandi verður opinn aðgangur að þeim gögnum sem var safnað, bæði til að tryggja gæði úrvinnslu og eins til að rökstyðja áframhaldandi rannsóknir. Anne Bamford segir að listfræðsla á Íslandi sé góð á alþjóðlegan mælikvarða. En þurfum við að bera okkur saman við aðrar þjóðir? Er ekki mikilvægara að meta gildi starfsins sem slíks frekar en að nota ytri viðmið eins og samanburð við aðrar þjóðir? Það er mikilvægt að huga að því hvaða erindi listir og skapandi starf eiga í menntun barna, bæði innan og utan skipu- legs skólakerfis, og leitast við að tryggja jafnrétti til náms, burtséð frá því hvernig aðrar þjóðir haga sínum málum. Samanburður við aðrar þjóðir getur átt rétt á sér en við ættum ekki að nota hann sem gæðaviðmið. Bamford setur fram margar gagnlegar tillögur að frekari rannsóknum og þar er kennaramenntun og endurmenntun starfandi kennara og listamanna í brennidepli. Kennaramenntun á Íslandi er í sífelldri mótun og ekki skynsamlegt að einblína á að breytingar þar muni bjarga framtíðinni. Þær breytingar eru mikilvægar en alls ekki það eina sem þarf. Náms- og starfsferill fólks á 21. öld er síbreytilegur og áhersla á endurmenntun og fullorðinsfræðslu eðlileg. Þá eru ábendingar Bamford um þörf á samstarfi milli menntastofnana og menningarmiðstöðva, sem og aukið samhengi milli þess sem áhersla er lögð á í skyldunámi og þess sem blómstrar í atvinnulífinu mikilvægar. Síðast en ekki síst tel ég að skýrslan kalli á rannsókn á þeim háskólastofn- unum sem bjóða nú fram kennaramenntun í listgreinum og að leitað verði leiða til að flétta saman styrkleika hverrar og einnar. ósýnilEg nýsKÖPunarMEnnt Og óMEðVituð MEnningarfrÆðsla? Engin umræða er um nýsköpunarmennt í skýrslunni. Í svo breiðri úttekt er þetta að sjálfsögðu einkennilegt en ákvæði um nýsköpunarmennt hafa um árabil verið hluti af aðalnámskrá grunnskóla. Við lestur skýrslunnar fræðumst við ekkert um hvernig þessu námi hefur verið háttað. Reyndar eru orðin „frumkvöðlamennt“ og „nýsköpun“ notuð í svipmynd 3.4.2 en afar óljóst er hvað liggur að baki þeim orðum þar. Full- yrðingin „nýsköpun alla daga” virðist vera þar til skrauts; við fáum ekkert að vita um hvað átt er við með þessu. Menningarfræðsla sú sem á sér stað á frístundaheimilum er ekki heldur rædd í skýrslunni en þar má benda á niðurgreitt starf sumar sem vetur. Starf frístundaheimil- anna einkennist af frjálsum leik en einnig eru heimsóknir á söfn og menningartengda staði algengar. Þessi hluti menntunar fellur undir hugtakið óskipulegt nám, enda ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.