Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Page 148

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Page 148
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012148 Um hUgmyndafræðileg álitaefni og tengsl fræða og starfs uPPBygging BóKarinnar Bókinni er skipt í tvo hluta. Fyrri hlutinn nefnist Hugmyndir, saga og hlutverk og fjallar á áhugaverðan hátt um sögu og þróun iðjufræða og iðjuþjálfunar hér á landi og erlendis og um hugmyndafræðilega sýn og togstreitu ólíkra sjónarhorna sem takast á í fræð- unum. Fjallað er um gagnvirk tengsl iðju og heilsu og um hlutverk iðjuþjálfunar í heil- brigðis- og félagsþjónustu. Fyrri hluti bókarinnar skiptist í fjóra kafla: Kafli 1, Iðja og heilsa, er skrifaður af Kristjönu Fenger og Guðrúnu Pálmadóttur . Þar er fjallað um helstu kjarnahugtök iðjuþjálfunar og iðjuvísinda og um tengsl iðju og heilsu. Í kaflanum segir m.a.: „Innan iðjuþjálfunar er almennt litið á iðju sem allt það sem fólk tekur sér fyrir hendur í þeim tilgangi að annast sig og sína, njóta lífsins og leggja sitt af mörkum til samfélagsins“ (bls. 22). Hugtakið iðja, sem hefur bæði hlutlægar, huglægar og félagslegar víddir, er þannig umfangsmikið og endurspeglar breiðan starfsvettvang iðjuþjálfa. Kafli 2, Saga iðjuþjálfunar á Íslandi, er einnig skrifaður af Guðrúnu Pálmadóttur en meðhöfundur hennar er Lilja Ingvarsson. Þó að mest sé fjallað um þróun iðjuþjálfunar hér á landi er einnig fjallað um þróun greinarinnar í alþjóðlegu samhengi. Hún er talin hefjast á fyrri hluta 19. aldar og tengjast „mannúðarsjónarmiði“ í meðferð geðsjúkra (bls. 37). Fram kemur að það var í tengslum við umfjöllun Helga Tómassonar geð- læknis í Læknablaðinu árið 1936 um jákvæð áhrif vinnu og alhliða iðju á sál og líkama sem iðjuþjálfunar er fyrst getið hér á landi. Kafla 3, Hlutverk og starfsvettvangur, skrifa þær Sigríður K. Gísladóttir og Þóra Leós- dóttir . Eins og yfirskrift kaflans ber með sér er þar fjallað um starf iðjuþjálfans, sem „felst í því að vinna með skjólstæðingum sínum við að efla færni þeirra og þátttöku og stuðla þannig að auknu sjálfstæði og lífsfyllingu“ (bls. 55). Fram kemur að iðjuþjálfar vinna, í samvinnu við skjólstæðinga, við heilsueflingu og forvarnir jafnt sem hæfingu og endurhæfingu. Kafla 4, sem nefnist Umhverfi og þátttaka, skrifar Snæfríður Egilson . Hún lýsir því hvernig sýn iðjuþjálfa var lengi vel líflæknisfræðileg, en beinist smám saman meira að umhverfinu. Höfundurinn telur mikilvægt að iðjuþjálfar fylgi þessari þróun, hverfi frá því að greina ástand skjólstæðinga sem einstaklingsvandamál og horfi þess í stað á samspil einstaklings, umhverfis og iðju. Seinni hluti bókarinnar nefnist Þjónusta iðjuþjálfa og fjallar um fjölbreyttan starfs- vettvang iðjuþjálfa. Þessi hluti skiptist í átta undirkafla (kafla 5–12). Kafli 5, Greining iðju og athafna, er skrifaður af Sigrúnu Garðarsdóttur og Kristjönu Fenger. Þar kemur fram að iðjuþjálfar greina það sem „fólk tekur sér fyrir hendur, hvaða þýðingu það hefur og hvernig til tekst“ (bls. 87). Kaflinn fjallar um þrjár teg- undir greiningar sem höfundar telja að falli vel að íslensku umhverfi, þ.e. iðjugrein- ingu, þar sem fjallað er um fólk sem „iðjuverur“, framkvæmdagreiningu, sem fjallar um það hvernig fólk tekst á við verk og verkgreiningu, sem fjallar um ólík verkþrep, kröfur til geranda og tækifæri til eflingar. Kafli 6 nefnist Skjólstæðingsmiðað starf með einstaklingum og fjölskyldum . Höfundar hans eru Guðrún Pálmadóttir og Snæfríður Þóra Egilson, ritstjórar bókarinnar . Þær
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.