Hugur - 01.01.2008, Page 42
40
Bryan Magee
þeirra verið kennt við rithátt þar sem því lengra sem höfimdurinn fer inn í hverja
setningu þeim mun fjarlægari virðist endir hennar verða.
Eg veit af eigin raun að þegar slíkar skoðanir eru látnar í Ijós í hópi fagmanna
vekja þær næstum alltaf þau viðbrögð að slíkar breytingar á því hvernig heimspeki
er skrifuð hafi verið knúnar fram vegna breytinga á greininni sjálfri - að á síðustu
50 árum hafi hugtakagreining orðið svo fáguð og rökgreining orðið svo tæknileg
að það sé óraunsætt nú á dögum að búast við nokkrum öðrum lesendum en þeim
sem eru innvígðir. Séu það einungis þeir sem búa yfir tilhlýðilegri tækni sem eru
færir um að lesa verk þín hvort eð er þá sparar það þér og þeim mikinn tíma og
fyrirhöfn ef þú gengur að tæknilegri færni þeirra vísri í því sem þú skrifar.
Ég lít ekki á þetta sem gild rök. Þau ganga út frá óverjanlega þröngri skoðun á
heimspeki. En jafnvel þótt við föllumst á slíka skoðun fær hún samt ekki staðist,
að ég tel. Þegar ég skráði nöfn fremstu meðlima kynslóðarinnar á undan okkur
tíundaði ég að einungis tveir þeirra hefðu að jafnaði skrifað þannig að það var
óaðgengilegt þeim sem ekki voru sémenntaðir. Þessir tveir voru Austin og Witt-
genstein. Samt álít ég þá engu að síður vera hvorn með sínum hætti góða rit-
höfúnda. Austin gerði í hugtakagreiningum sínum óvenju fágaðan greinarmun á
hugtökum á máli sem var alltaf skýrt og stundum líka hnyttið. Það var sjálft verk-
efnið, ekki stíllinn, sem var fráhrindandi fyrir alla nema sérfræðinga. Hvað Witt-
genstein varðar freistast ég til að kalla hann mikinn stílista. Þýska er ekki móður-
mál mitt en í Tractatusi finn ég skýrasta og seiðmagnaðasta þýskan prósa sem ég
hef nokkurn tíma komist í kynni við. Þessar torskildu setningar brenna sig inn í
hug manns og margar þeirra sitja þar fastar það sem eftir er ævinnar. Það sem
stendur leikmanni fyrir þrifum er vandinn að ákvarða merkingu margra þessara
setninga; en textinn sjálfur er töfrandi. Setningarnar í Rannsóknum íheimspeki eru
ekki eins magnaðar en þær einkennast af umtalsverðri stílsnilld. Mér er ekki ljóst
að viðfangsefni leiðandi heimspekinga nú á dögum séu svo miklu flóknari en við-
fangsefni Wittgensteins að einungis sé hægt að skrifa um þau í setningum sem
eru samansúrraðar og hljómlausar.
Þegar við lítum til baka yfir sögu heimspekinnar finnum við að sama vörnin er
alltaf viðhöfð á þeim síendurteknu tímabilum þegar heimspekin er óaðgengileg.
A fyrri helmingi nítjándu aldar var það í hinum þýskumælandi heimi sem meira
bar á heimspeki en annars staðar í Evrópu; þar drottnuðu yfir henni Fichte og
síðan Schelling, og loks Hegel með yfirgnæfandi hætti. Þessir þrír eru til þessa
dags alræmdir fyrir óskýrleika. Þá var þessi óskýrleiki venjulega varinn með því að
verk þeirra væru svo djúp að þau afrekuðu ekkert minna en að ljúka upp leyndar-
dómum alheimsins. Að vænta þess að skrif þeirra væru skýr bar vott um grunn-
hyggni, smáborgaralegan hugsunarhátt. Heilar samtímakynslóðir atvinnuheim-
spekinga skrifúðu á svipaðan hátt og héldu uppi sams konar vörnum.
Við fáum svipmyndir af sumum þessara gleymdu einstaklinga í kringumstæðum
utan heimspekinnar. Eina er að finna í sjálfsævisögu Richards Wagner sem hlaut
menntun í Dresden og Leipzig á þriðja og fjórða áratug nítjándu aldar. Hann segir
frá námsárum sínum á þessa leið: „Ég sótti fyrirlestra í fagurfræði sem einn af
yngri prófessorunum hélt, maður að nafni Weisse [...] sem ég hafði hitt heima hjá