Hugur - 01.01.2008, Qupperneq 42

Hugur - 01.01.2008, Qupperneq 42
40 Bryan Magee þeirra verið kennt við rithátt þar sem því lengra sem höfimdurinn fer inn í hverja setningu þeim mun fjarlægari virðist endir hennar verða. Eg veit af eigin raun að þegar slíkar skoðanir eru látnar í Ijós í hópi fagmanna vekja þær næstum alltaf þau viðbrögð að slíkar breytingar á því hvernig heimspeki er skrifuð hafi verið knúnar fram vegna breytinga á greininni sjálfri - að á síðustu 50 árum hafi hugtakagreining orðið svo fáguð og rökgreining orðið svo tæknileg að það sé óraunsætt nú á dögum að búast við nokkrum öðrum lesendum en þeim sem eru innvígðir. Séu það einungis þeir sem búa yfir tilhlýðilegri tækni sem eru færir um að lesa verk þín hvort eð er þá sparar það þér og þeim mikinn tíma og fyrirhöfn ef þú gengur að tæknilegri færni þeirra vísri í því sem þú skrifar. Ég lít ekki á þetta sem gild rök. Þau ganga út frá óverjanlega þröngri skoðun á heimspeki. En jafnvel þótt við föllumst á slíka skoðun fær hún samt ekki staðist, að ég tel. Þegar ég skráði nöfn fremstu meðlima kynslóðarinnar á undan okkur tíundaði ég að einungis tveir þeirra hefðu að jafnaði skrifað þannig að það var óaðgengilegt þeim sem ekki voru sémenntaðir. Þessir tveir voru Austin og Witt- genstein. Samt álít ég þá engu að síður vera hvorn með sínum hætti góða rit- höfúnda. Austin gerði í hugtakagreiningum sínum óvenju fágaðan greinarmun á hugtökum á máli sem var alltaf skýrt og stundum líka hnyttið. Það var sjálft verk- efnið, ekki stíllinn, sem var fráhrindandi fyrir alla nema sérfræðinga. Hvað Witt- genstein varðar freistast ég til að kalla hann mikinn stílista. Þýska er ekki móður- mál mitt en í Tractatusi finn ég skýrasta og seiðmagnaðasta þýskan prósa sem ég hef nokkurn tíma komist í kynni við. Þessar torskildu setningar brenna sig inn í hug manns og margar þeirra sitja þar fastar það sem eftir er ævinnar. Það sem stendur leikmanni fyrir þrifum er vandinn að ákvarða merkingu margra þessara setninga; en textinn sjálfur er töfrandi. Setningarnar í Rannsóknum íheimspeki eru ekki eins magnaðar en þær einkennast af umtalsverðri stílsnilld. Mér er ekki ljóst að viðfangsefni leiðandi heimspekinga nú á dögum séu svo miklu flóknari en við- fangsefni Wittgensteins að einungis sé hægt að skrifa um þau í setningum sem eru samansúrraðar og hljómlausar. Þegar við lítum til baka yfir sögu heimspekinnar finnum við að sama vörnin er alltaf viðhöfð á þeim síendurteknu tímabilum þegar heimspekin er óaðgengileg. A fyrri helmingi nítjándu aldar var það í hinum þýskumælandi heimi sem meira bar á heimspeki en annars staðar í Evrópu; þar drottnuðu yfir henni Fichte og síðan Schelling, og loks Hegel með yfirgnæfandi hætti. Þessir þrír eru til þessa dags alræmdir fyrir óskýrleika. Þá var þessi óskýrleiki venjulega varinn með því að verk þeirra væru svo djúp að þau afrekuðu ekkert minna en að ljúka upp leyndar- dómum alheimsins. Að vænta þess að skrif þeirra væru skýr bar vott um grunn- hyggni, smáborgaralegan hugsunarhátt. Heilar samtímakynslóðir atvinnuheim- spekinga skrifúðu á svipaðan hátt og héldu uppi sams konar vörnum. Við fáum svipmyndir af sumum þessara gleymdu einstaklinga í kringumstæðum utan heimspekinnar. Eina er að finna í sjálfsævisögu Richards Wagner sem hlaut menntun í Dresden og Leipzig á þriðja og fjórða áratug nítjándu aldar. Hann segir frá námsárum sínum á þessa leið: „Ég sótti fyrirlestra í fagurfræði sem einn af yngri prófessorunum hélt, maður að nafni Weisse [...] sem ég hafði hitt heima hjá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.