Hugur - 01.01.2008, Qupperneq 62
60
Jón A. Kalmansson
leikann. Veruleikinn er og mun alltaf verða skilningi okkar og skynsemi að veru-
legu leyti ofviða, og þess vegna þurfum við bæði að læra að sætta okkur við og lifa
með því sem er ofvaxið skilningi okkar, og sætta okkur jafnframt við að vera verur
með svo takmarkaðan skilning.
Þriðja ástæðan fyrir skorti manna á undrun gagnvart veruleikanum, og sennilega
sú veigamesta, tengist athyglisgáfú okkar og því sem truflar hana. Eins og ég sagði
áðan erum við praktískar verur sem eru uppteknar af lífsbaráttunni. Um leið erum
við sjálfhverfar verur. Athygli okkar er takmörkuð og hún vill beinast að okkur
sjálfúm og því sem varðar okkur sjálf persónulega. Hver maður þarf ekki annað en
beina athyglinni stundarkorn að eigin vitund til að taka eftir því hve flöktandi og
sjálfmiðuð hún oftast er. Hún er gjarnan hlaðin þráhyggjukenndum hugsunum
um verkefni dagsins, minningum um fortíðina, áhyggjum af framtíðinni, og þar
fram eftir götum. Ef hversdagslegri vitund okkar og athygli er líkt við orkukerfi
þá er augljóst hve stór hluti orkunnar beinist að okkar eigin sjálfi og hve lítill hluti
hennar vill beinast að veruleikanum utan okkar.291 þessu þarf ekki að felast nein
fordæming heldur aðeins viðurkenning á því hvers kyns verur við erum. Hvers-
dagsleg vitund okkar vill einfaldlega taka á sig þetta form. Við þennan almenna
„athyglisbrest" bætist svo annar og lúmskari vandi. Hann varðar það hvers konar
athygli við veitum hlutunum. Þessu til skýringar má nefna smásögu Jacks London
„To Build a Fire“. Söguhetjan í þessari smásögu er ein á göngu einhversstaðar
lengst inni í auðnum Norður-Alaska í nístandi vetrarkulda. Náttúran er í senn
ægifogur og háskalega köld, en hvorugt hefur á hinn bóginn hina minnstu þýð-
ingu fyrir sögupersónu okkar:
[...] allt þetta - hinn dularfúlli, mjói og langi stígur, skammdegið, nístandi
kuldinn og það hve undarlegt og annarlegt þetta allt var - hafði engin
áhrif á manninn. Ástæðan var ekki sú að hann væri löngu orðinn vanur
því. Hann var aðkomumaður í landinu [...] og þetta var fyrsti veturinn
hans. Það sem háði honum var að hann hafði ekkert hugarflug. Hann var
vökull og næmur á staðreyndir h'fsins, en aðeins á staðreyndirnar, ekki á
merkingu þeirra. Fimmtíu gráður undir frostmarki þýddi rúmlega áttatíu
gráðu frostkælingu. Honum virtist sú staðreynd köld og óþægileg, það var
allt og sumt. Hún fékk hann ekki til að hugleiða viðkvæmni sína sem vera
háð hita, og viðkvæmni mannsins almennt, sem einungis getur lifað innan
þröngra marka hita og kulda; og það leiddi hann ekki heldur inn á svið
getgátna um ódauðleika og íhugunar um stöðu mannsins í alheiminum.
Fmmtíu gráðu frost táknaði nístandi kulda sem sveið undan og verður
að verjast með því að nota vettlinga, húfú, ullarnærbuxur og þykka sokka.
29 Sbr. eftirfarandi orð Iris Murdoch: „Sálin er sögulega mótaður einstaklingur sem vægðarlaust
lítur eftir sjálfum sér. Að sumu leyti líkist hún vél; til að ganga þarf hún eldsneyti, og hún
hneigist fyrirfram til virkni af vissu tagi [...] Ein af hennar eftirlætis dægrastyttingum eru
dagdraumar. Hún er treg til að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir [...] Hún sækist sífellt
eftir huggun, annað hvort með því að milda upp sjálfið eða með skáldskap af guðfræðilegum
toga. Jafnvel kærleikur hennar er oftar en ekki lcið til að sýna fram á eigið ágæti", „'lhe
Sovereignty of Good Over Other Concepts“, í Existentialisis and Mystics, s. 364.