Hugur - 01.01.2008, Page 85
Hagtextinn
83
(,,frumstæðum“) þjóðflokki er ekki samur maður á eftir, hann sér veröldina nýjum
augum. Og þjóðflokkurinn hefur líka breyst, hann hefur kannski uppgötvað að til
eru menn með annan litarhátt sem stunda eitthvað sem kallast „vísindi"'7 (Hab-
ermas 1970,220-251). Það er alla vega rétt að fræðimaðurinn getur aldrei fullkom-
lega samsamað sig því samfélagi sem hann rannsakar. Skoði skilningshagfræð-
ingur kauphallarviðskipti innan frá og samsami sig samfélagi verðbréfabraskara,
þá hættir hann að vera hagfræðingur og verður braskari. En þá getur hann ekki
gert hagfræðilegar athuganir á braskinu. Ekki er leikurinn léttari fyrir mannfræð-
ing sem samsamar sig einföldu samfélagi. Vilji svo ólíklega til að hann geti hald-
ið áfram að vera mannfræðingur þá getur hann ekki samsamað sig samfélaginu
því slík samfélög væru ekki einföld ef hið félagslega hlutverk sem við köllum
„mannfræðing“ væri til staðar í þeim.Tilvera vísinda og þar með félagslegra hlut-
verka vísindamanna er eitt af kennimörkum margbrotinna nútímasamfélaga.
Tekið skal fram að þessi greining og dæmin eru frá mér sjálfum komin þótt þau
þiggi innblástur frá Habermas og Gadamer. Þau sýna að skilningur á mannlegu
atferli getur aldrei orðið fyllilega hlutlægur í þekkingarlegu tilliti. En getur sh'kur
skilningur verið hlutlaus miðað við siðferðilegt gildismat? Ekki að öllu leyti. Von
Wright leggur þunga áherslu á að samfélagið sé að nokkru skapað úr gildis-
hlöðnum hugtökum sem ekki verði skilin á öldungis óhlutdrægan máta. Tökum
sem dæmi hið gildishlaðna, fordæmandi hugtak „morð“, en það er einn hornsteinn
allra samfélaga að manndráp af vissu tagi séu ekki liðin. Því er ekki til siðferðilega
hlutlaus aðferð við að beita hugtökum sem varða manndráp. Segi ég að hún hafi
drepið hann í sjálfsvörn þá réttlæti ég gjörð hennar (von Wright 1971 og 1979). Sýni
staðtölur að manndrápum hafi fækkað þótt fóstureyðingum hafi fjölgað meir en
fækkuninni nemur þá er verið að segja að fóstureyðing sé ekki morð. Staðtölurnar
byggja á siðferðilegum dómi sem segir að fóstureyðingar séu siðferðilega rétt-
mætar. Fræðimaður sem er andsnúinn frjálsum fóstureyðingum myndi kannski
leggja fram aðrar tölur þar sem fóstureyðingar reiknast sem morð. Þetta dæmi ætti
að sýna hve hve erfitt er að talfesta hræringar samfélagsins með viðunandi hætti.
Og hin skarpa greining von Wright sýnir að túlkun og skilningur geta ekki verið
fyUilega hlutlaus hvað siðferðilegt gildismat áhrærir.
Niðurstaðan mín er því sú að öldungis hlutlæg túlkun eða skilningur séu ekki
möguleg. Þetta verður skilningshagfræðingurinn að skilja.
C) Richard Bernstein segir að Winch skrifi eins og skörp skil séu milli hins
hugtakalega (conceptuaí) og hins reynslubundna (empirical). Þótt Bernstein vitni
ekki í Willard Van Orman Quine talar hann eins og hann sé fylgjandi kenningu
Quines um að ekki séu skörp skil milli rökhæfinga og raunhæfinga. Rökgreining
sé því máttlítil, jafnt í heimspeki sem félagsvísindum, enda mörkin milli hennar
og reynsluraka óskýr (Bernstein 1976, 64; Quine 1953, 20-46). En þessi gagnrýni
hittir ekki í mark. Eins og gefið var í skyn leggur Winch í reynd áherslu á að
rökgreining og reynsla í félagsvísindum séu samofin þótt hann skrifi stundum eins
og skörp skil séu milli reynslu og rökvísi. Menn verða jú að vera þátttakendur í
■7 Dæmið er frá sjálfúm mér komið.