Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 86
84
Stefán Snœvarr
samfélagi til að skilja hugtök þess, menn verða m.ö.o. að hafa eins konar reynslu
af samfélaginu. Sú rökgreining sem Winch ræðir um er greining hins daglega
máls, ekki formleg (lífsíirrt?) greining stærðfræðilegrar rökfræði. En samfella
málgreiningar, túlkunar og reynslu þátttakandans er einn af hornsteinum skiln-
ingshagfræði minnar.'8
D) Donald Davidson dregur í efa að málbeiting hljóti að byggja á reglum og
Alasdair Maclntyre að breytni manna geri það. Davidson segir að við getum án
vandkvæða skilið ýmis konar mismæli, furðulega málbeitingu og alls kyns önnur
frávik frá málvenjum og þar með reglum. Að skilja reglubeitingu er því ekki nauð-
synleg forsenda málskilnings (Davidson 1986). En mér sýnist Davidson fara villur
vegar. I fyrsta lagi skilja menn yfirleitt frávik frá reglum vegna þess að sá sem
brýtur reglu A fylgir að jafnaði öðrum reglum B, C og D. Við skiljum reglurofið
með svipuðum hætti og við getum giskað á hvernig pússlubiti sem vantar í pússlu-
spil lítur út að því tilskildu að við höfum hina bitana. Ef það að brjóta reglu A er
bitinn sem vantar þá eru B, C og D pússlubitarnir sem við höfiim. Því fleiri bita
sem vantar, því fleiri reglur sem málbeitandi brýtur, þeim mun erfiðara er að skilja
hann. 1 öðru lagi getum við ekki skilið reglu nema kunna að brjóta hana. Því eru
talsverðar líkur á að við skiljum reglurof vegna þess að það líkist þeim gerðum
reglurofs sem við nú þegar þekkjum eða þeim gerðum sem við getum gert okkur
í hugarlund.
Maclntyre heldur því fram að Winch tali eins og öll breytni líkist því að fara
eftir reglum í leikjum. En það að reykja sígarettu eða fara í göngutúr er vart
breytni stjórnað af reglum af því tagi, enda sé ekki hægt að misbeita þessum
meintu reglum, segir MacIntyre.Til þess að fara eftir reglu verður að vera hægt að
misbeita henni eða brjóta hana (Maclntyre 1973,21). Svar mitt við þessu er tvíþætt
og fyrri þátturinn er í formi frásagnar: Breskur heimspekingur sem ég þekki fór
eitt sinn í gönguferð um bæinn Manhattan í Kansas. Lögregla í bíl stöðvaði hann
og spurði hvert hann væri að fara. Hann sagðist vera í göngutúr. Löggurnar spurðu
aftur hvert förinni væri heitið. Það tók þá langan tíma að skilja að hann var ein-
faldlega í heilsubótargöngu, en slíkt stunda menn víst ekki í Miðvestrinu ameríska.
„Gönguferð (labbitúr)“ má skilgreina sem „ferð sem menn fara fótgangandi án
þess að ætla sér að fara á ákveðinn stað“. Menn ganga til að ganga og/eða bæta
heilsuna, slaka á o.s.frv. Reglurnar um labbitúr má brjóta til dæmis með því að
taka skyndilega að skokka eða gefa göngunni það ákveðna markmið að fara á til-
tekinn stað þar sem labbitúrnum lýkur. Hinn liður svars míns er sama eðlis og
svarið við gagnrýni Davidsons: Sjálfsagt er til reglulaus breytni. En við getum
aðeins hegðað okkur reglulaust og valið að brjóta reglur vegna þess að við förum
að jafnaði eftir reglum. Reglulausa breytnin er pússlubitinn sem vantar.
E) Davidson dregur í efa að hægt sé að greina skarplega milli tilefna og orsaka.
Frumástæður (primary reasons) eru orsakir athafna. Ennfremur segir hann:
18 Athugið að cg nota ekki orðið „rökgreiningu“ þegar ég rek eigin kenningar. Menn skilja
það orð einatt sem „logical analysis" og tengja við formlegar greiningar. Eins og kom fram í
grein minni „Tilraun um tilfinningar" í Hug 2006 hef ég aðrar hugmyndir um greiningu en
formhyggjusinnarnir. Ég ræði þessi mál aðeins betur í neðanmálsgrein 20.