Hugur - 01.01.2008, Qupperneq 121
Sjálfstœð hugsun og rýnandi rannsókn
119
upplifir og innlimar ýmsar hugmyndir úr menntunarfræði — en ekki síst úr heim-
speki - inn í praktík sína og hvernig hann breytist samkvæmt því. Sem dæmi má
nefna lýsingar hans á breytingum á eigin starfi og afstöðu til samstarfsmanna
þegar hann snýr aftur í gamla skólann sinn með nýjar hugmyndir og þeim erfið-
leikum sem hann mætir við að „þýða“ nýju hugmyndirnar, bæði úr ensku á íslensku,
en ekki síður menningarlega. Hann túlkar þessa upplifim alla í ljósi heimspekilegra
og menntunarfræðilegra hugtaka og kenninga, m.a. úr smiðju bandaríska heim-
spekingsins Richards Rorty (1931-2007).36
„Hugmyndir, líkt og fiðrildi eiga sér ekki bara tilvist, þær flögra um, tengjast og
geta af sér aðrar hugmyndir“, segir austurríski heimspekingurinn Paul Feyerabend
(1924-1994) í eftirmála Þriggja samræðna um pekkingu)1 Þekking, kenningar og
framþróun vísinda eiga sér stað í samræðum manna á ráðstefnum, í bréfaskriftum
og margháttuðum óformlegum samskiptum. Feyerabend skrifaði þetta rétt áður
en Internetið fór á flug, en þar hefur þessi sýn hans á þekkinguna fengið nýja vídd.
Kennslubækur og greinar sem almennt eru taldar fela í sér þekkinguna eru í raun
minnismerki um þekkingu sem er úrelt. Jafnframt segir hann að formið sem vís-
indin hafa valið til að tjá þekkinguna sé algjörlega úr tengslum við raunveruleika
rannsóknanna og hefti frjálsa hugsun í vísindum og samfélaginu almennt. Hefð-
bundin framsetning rannsókna og þekkingar er í þriðju persónu á hlutlausu og
fræðilegu máli. Ef rannsakandinn hefur sjálfan sig og samspil sitt við umhverfið
að viðfangi breytist þetta: rannsóknin er í fyrstu persónu og hlýtur því að verða
sett þannig fram; tungutak og form hlýtur líka að verða annað. I þessu felst að
einhverju leyti að bilið milli fræða og listar minnkar, en einnig að gögn rann-
sóknarinnar verða fjölbreyttari; hugmyndaauðgi og ímyndunarafl rannsakandans
er lykilatriði. Feyerabend bendir á að í Grikklandi til forna hafi leikhúsið gegnt
því hlutverki að sinna rannsóknum á menningunni. Þetta hafi þau gert mun betur
sögu: Nemendur skapa þekkingu. Nemandinn er ekki ílát. Hann er þekkingarsmiður: býr til
þekkingu úr reynslu sinni, því sem hann upplifir. Hverju átti ég að trúa?“ Hafþór Guðjónsson,
„Hvernig lærir fólk að kenna?“, Uppeldi og menntun 16.2 (2007), s. 193-197.
36 Hafþór Guðjónsson, Teacher Learning and Language, s. 16-17. Hafþór er einmitt viðriðinn
verkefni á sviði gerendarannsókna í Menntaskólanum við Sund. Eitt af viðfangsefnum rann-
sóknarinnar á þessu sviði er sókratísk aðferð í umræðum í lífsleikni (Hjördís Þorgeirsdóttir,
„Starfendarannsókn í MS“, Skólavarðan 7.6 (september 2007), s. 12-13). Það verður spennandi
að fýlgjast með nánari fræðilegri greinargerð um hana, ekki síst fyrir höfund þessarar greinar,
því að í þessum rituðum orðum er ég að leggja í rannsókn á eigin kennslu í heimspeki 103 við
Verzlunarskóla Islands. Aðferðafræðina byggi ég á öllum þeim pælingum sem koma fram hér
að ofan en praktíska útfærslu sæki ég í smiðju Jeans McNiff (Jean McNiff og Jack Whitehead,
All you need to know about Action Research, London: Sage 2006). Verkefnið felst í að halda
utan um öll gögn sem tengjast kennslu minni, taka valda tíma upp á myndband, taka viðtöl
við nemendur o.fl. Jafnframt verð ég með lítinn hóp samkennara til gagnrýni og ráðgjafar
innan skólans og a.m.k. tvo heimspekinga utan skólans. Tvö verkefni af ættmeiði heim-
spekipraktíkur verða höfuðviðfangsefni mín, annars vegar sókratísk samræða og hins vegar
lífstilraunir sem ég mun leggja fyrir nemendur. Sókratísku samræðuna byggi ég á hugmynd
norska heimspekingsins Henning Herrestad um stutta sókratíska samræðu (Henning Herre-
stad, „Short Socratic Dialogue“, í Phi/osophy in Society, Osló: Unipub 2002, s. 91-102) en sæki
í eigin reynslu og Róberts Jack af því að beita slíkum samræðum í heimspekikennslu í fram-
haldsskóla.
37 Paul Feyerabend, Three Dialogues on Knowledge, Oxford: Blackwell 1991, s. 163-167.