Hugur - 01.01.2008, Page 133

Hugur - 01.01.2008, Page 133
Menntun, sjálfsproski og sjálfshvörf 131 upphafi. Því ræðir hann ítarlega um barnauppeldi og nauðsynina á ástríkum og ábyrgum foreldrum og kennurum (1996, kafli 7). En hann gengur lengra en það og stingur einnig upp á leiðum til að efla sjálfsálit þeirra sem dottnir eru í brunn- inn. Þetta kemur ögn á óvart þar sem bók hans er meðal annars beint gegn „sjálfs- álitsiðnaðinum" svokallaða í Bandaríkjunum er reis hæst á 9. og 10. áratug síðustu aldar og gekk út á að helsta hlutverk skóla og uppalenda væri að efla sjálfsálit ungmenna með öllum tiltækum ráðum. Því miður leiddu endurteknar rannsóknir í ljós að lítil sem engin fylgni er milli aukins sjálfsálits og breytna á borð við bætt- an námsárangur eða heilbrigt hegðunarmynstur; þvert á móti kom fram fylgni milli hás sjálfsálits og ýmiss konar áhættuhegðunar á sviði kynlífs, eineltis og vímuefna (Baumeister o.fl., 2003). Bók Swanns skýrir meðal annars hvers vegna til h'tils er að reyna að slíta sjálfsálit úr samhengi við aðra persónuleikaþætti og fita það eins og púka á fjósbita. En hann bendir jafnframt á að „sjálfsálitsiðnaðurinn“ hafi einblínt á almennt sjálfsálit (Swann o.fl., 2007); það kunni hins vegar að vera hægt að efla sjálfsálit ungs fólks á tilteknum, afmörkuðum sviðum með afmörkuð- um aðgerðum (t.d. álit nemenda á stærðfræðihæfni sinni). Jafnvel fólk sem telur sig lítils virði almennt getur oftast bent á einhvern afmarkaðan jákvæðan þátt í fari sínu - og Swann stingur upp á því að kennarar og foreldrar reyni að efla þessa jákvæðu þætti. Smám saman aukist vægi þeirra, ef vel takist til, og þeir geti snúið jafnvægisstöðu sjálfsins í rétta átt (1996, s. 148-149). (d) Kostir oggallar. Rannsóknir Swanns eru vandaðar og umfangsmiklar og þær skýra á sannfærandi hátt hvers vegna sjálfshvörf eru jafnörðug og raun ber vitni um. Okkur hður best þegar við hegðum okkur eins og „við erum vön“ og fáum þau viðbrögð sem við höfúm vanist. Við verjum sjálfshugmyndir okkar eins og fúglar hreiður sín. Segja má, með orðalagi Dweck, að festusjálfsfólk trúi ekki aðeins á festukenningu heldur gæti hennar eins og sjáaldurs auga síns - og að við séum öll meira og minna festusjálfsfólk. Samt eiga sjálfshvörf sér stað og ég er ekki viss um að aðferð hinna smáu skrefa sem Swann lýsir geti skýrt þau til hlítar. Þegar við fylgjumst með kennsluháttum Keatings, Escalante og Brodie og hvernig þeir umbyltu sjálfi nemendanna virðist eitthvað stórbrotnara og stórkostlegra hafa verið í gangi. Swann vitnar lítt í rannsóknir í námssálarfræði sem þó hefðu getað leitt hann nokkuð áleiðis. Mér virðist hann sterkari fræðimaður en umbótamaður og viðleitni hans til að skýra hvernig hnika megi til jafnvægi sjálfsins ekki ýkja sannfærandi. V Niðurstaða Það er rífandi gangur í rannsóknum á sjálfinu. Sumir vilja upphefja það; aðrir hafna tilvist þess, að minnsta kosti í hefðbundnum skilningi. Ég hef reifað þrjár sálfræðilegar sjálfskenningar og lagt mat á hvort þær geti gert skipulega grein fyrir sjálfshvörfúm: róttækum umskiptum sjálfsins sem stund- um eiga sér stað hjá fólki, til dæmis nemendum sem njóta kennslu eldhuga á borð við Jaime Escalante, John Keating eða Jean Brodie. Niðurstaða mín er sú að þótt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.