Hugur - 01.01.2008, Page 170
168
Hjörleifur Finnsson og Davtð Kristinsson
(habitus) gerendanna er þó svo gjörólík afbyggingargagnrýni Derrida að erfitt er
að spyrða félagsfræðinginn og heimspekinginn saman.67
I ljósi þess að Einar Már notar orðið „formgerðarhyggja“ um afar ólík fyrirbæri
er athyglisvert að hann skuli segja „formgerðarhyggjumenn [...] klifa á sömu orð-
unum í alls kyns merkingum og reyna að lemja því inn að þetta sé allt hið sama.“
(126-127)68 Formgerðarhyggja og póststrúktúralismi eru fyrirbæri sem Einar Már
virðist hafa takmarkaða þekkingu á. En af hverju skrifar hann þá um þau jafn
margar blaðsíður og raun ber vitni? Svarið er á þess leið:
Hvers vegna er ég nú að rifja upp öll þessi nöfn frá þessum gleymanlegu
tímum? Það er vegna þess, að mörg þeirra a.m.k. hafa ratað til Islands
eftir krókaleiðum, þar skipa þau að því er virðist háan sess og er gjarnan
hampað í orðræðum póstmódernista í háskólanum og í menningartíma-
ritum, þau eru eins og leiftrandi leysigeislasverð í skylmingum þeirra.
Þarna gæti ég staðið vel að vígi og grár fyrir járnum, ef ég hefði á annað
borð einhvern áhuga á að hasla mér völl á vígstöðvum póstmódernismans:
ég var í strekkingnum miðjum og sá marga af þessum spekingum í návígi
áður en nöfn þeirra höfðu borist víða. Ég get kveðið, ég kann skil. (110)
Einar Már margítrekar að hann hafi dvalist nokkra áratugi „á Fjalli heilagrar Gen-
evíevu, þar sem ég sit nú og pára þessar línur. Þar er ég hagvanur, þar kann ég skil
á vindáttum." (70)69 Hann telur sig standa betur að vígi en þeir sem „höfðu aldrei
séð skuggann af kirkjuturninum í Saint-Germain-des-Prés og ekki heyrt spak-
legar orðræður Skafta og Skapta á kaffihúsi meðan þjónninn beið tilbúinn með
ritföngin" (134). Það að kunna skil á kenningum hugsuða virðist í huga Einars Más
jafngilda því að hafa búið í menntamannahverfi Parísar, hafa séð þá áður en þeir
urðu þekktir erlendis, séð leikrit um þá, heyrt með eigin eyrum talað um hversu
sætir nemendur þeirra væru o.s.frv. Það kann að vera að frá sjónarhóli blaða-
mennskunnar teljist það til tekna að vera á vettvangi. Frá sjónarhóli akademíunnar
er þekking á fræðunum hins vegar ekki metin út frá því á hvaða hæðum menn
hafa búið eða hvaða kirkjuturna þeir hafa séð heldur fremur út frá því hvort við-
komandi hefur lesið helstu ritin sem skipta máli á þessu sviði og öðlast á þeim
nokkurn skilning.70
67 Sjá til dæmis Jacques Derrida, „Formgerð, tákn og leikur í orðræðu mannvísindanna", þýð.
Garðar Baldvinsson, í sami o.fl. (ritstj.), Spor i bókmenntafrœdi 20. atdar, Reykjavík: Bók-
menntafræðistofnun Háskóla Islands 1991, s. 129-152.
68 Auk þess fullyrðir Einar Már um formgerðarhyggjuna: „annað hvort fordæma menn þessa
stefnu með öllu eða þeir taka henni, eða einhverjum hluta hennar, sem nánast guðlegri opin-
berun.“ (132) Þessa vafasömu alhæfingu styður Einar Már engum rökum.
69 Með hliðsjón af innrás frjálshyggjunnar frá Bandaríkjunum til Frakklands telur Einar Már
sömuleiðis „að þessi útsýnisstaður minn hér efst á Fjalli heilagrar Genevíevu geti enn leyft
mér að horfa víða yfir og sjá hvernig bárur þessara nýju og þó gömlu kenninga fiæddu yfir til
meginlandsins." (160)
70 Geir Svansson („Fjallasýn í Frans“) gerir þetta einnig að umtalsefni: „Það er ekki alltaf nóg
að vera á svæðinu." Páll Baldvin Baldvinsson („Maríubréf úr Svartaskóla“, Fre'ttab/aðið 16.
júní 2007, s. 38) virðist hins vegar ógagnrýninn á sjálfssviðsetningu höfundarins: „Einar hefur