Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 170

Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 170
168 Hjörleifur Finnsson og Davtð Kristinsson (habitus) gerendanna er þó svo gjörólík afbyggingargagnrýni Derrida að erfitt er að spyrða félagsfræðinginn og heimspekinginn saman.67 I ljósi þess að Einar Már notar orðið „formgerðarhyggja“ um afar ólík fyrirbæri er athyglisvert að hann skuli segja „formgerðarhyggjumenn [...] klifa á sömu orð- unum í alls kyns merkingum og reyna að lemja því inn að þetta sé allt hið sama.“ (126-127)68 Formgerðarhyggja og póststrúktúralismi eru fyrirbæri sem Einar Már virðist hafa takmarkaða þekkingu á. En af hverju skrifar hann þá um þau jafn margar blaðsíður og raun ber vitni? Svarið er á þess leið: Hvers vegna er ég nú að rifja upp öll þessi nöfn frá þessum gleymanlegu tímum? Það er vegna þess, að mörg þeirra a.m.k. hafa ratað til Islands eftir krókaleiðum, þar skipa þau að því er virðist háan sess og er gjarnan hampað í orðræðum póstmódernista í háskólanum og í menningartíma- ritum, þau eru eins og leiftrandi leysigeislasverð í skylmingum þeirra. Þarna gæti ég staðið vel að vígi og grár fyrir járnum, ef ég hefði á annað borð einhvern áhuga á að hasla mér völl á vígstöðvum póstmódernismans: ég var í strekkingnum miðjum og sá marga af þessum spekingum í návígi áður en nöfn þeirra höfðu borist víða. Ég get kveðið, ég kann skil. (110) Einar Már margítrekar að hann hafi dvalist nokkra áratugi „á Fjalli heilagrar Gen- evíevu, þar sem ég sit nú og pára þessar línur. Þar er ég hagvanur, þar kann ég skil á vindáttum." (70)69 Hann telur sig standa betur að vígi en þeir sem „höfðu aldrei séð skuggann af kirkjuturninum í Saint-Germain-des-Prés og ekki heyrt spak- legar orðræður Skafta og Skapta á kaffihúsi meðan þjónninn beið tilbúinn með ritföngin" (134). Það að kunna skil á kenningum hugsuða virðist í huga Einars Más jafngilda því að hafa búið í menntamannahverfi Parísar, hafa séð þá áður en þeir urðu þekktir erlendis, séð leikrit um þá, heyrt með eigin eyrum talað um hversu sætir nemendur þeirra væru o.s.frv. Það kann að vera að frá sjónarhóli blaða- mennskunnar teljist það til tekna að vera á vettvangi. Frá sjónarhóli akademíunnar er þekking á fræðunum hins vegar ekki metin út frá því á hvaða hæðum menn hafa búið eða hvaða kirkjuturna þeir hafa séð heldur fremur út frá því hvort við- komandi hefur lesið helstu ritin sem skipta máli á þessu sviði og öðlast á þeim nokkurn skilning.70 67 Sjá til dæmis Jacques Derrida, „Formgerð, tákn og leikur í orðræðu mannvísindanna", þýð. Garðar Baldvinsson, í sami o.fl. (ritstj.), Spor i bókmenntafrœdi 20. atdar, Reykjavík: Bók- menntafræðistofnun Háskóla Islands 1991, s. 129-152. 68 Auk þess fullyrðir Einar Már um formgerðarhyggjuna: „annað hvort fordæma menn þessa stefnu með öllu eða þeir taka henni, eða einhverjum hluta hennar, sem nánast guðlegri opin- berun.“ (132) Þessa vafasömu alhæfingu styður Einar Már engum rökum. 69 Með hliðsjón af innrás frjálshyggjunnar frá Bandaríkjunum til Frakklands telur Einar Már sömuleiðis „að þessi útsýnisstaður minn hér efst á Fjalli heilagrar Genevíevu geti enn leyft mér að horfa víða yfir og sjá hvernig bárur þessara nýju og þó gömlu kenninga fiæddu yfir til meginlandsins." (160) 70 Geir Svansson („Fjallasýn í Frans“) gerir þetta einnig að umtalsefni: „Það er ekki alltaf nóg að vera á svæðinu." Páll Baldvin Baldvinsson („Maríubréf úr Svartaskóla“, Fre'ttab/aðið 16. júní 2007, s. 38) virðist hins vegar ógagnrýninn á sjálfssviðsetningu höfundarins: „Einar hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.