Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 184
182 Hugur
hugmyndum um réttlætið í dómum okkar
um það - en að vísu ekki endilega í at-
höfnum okkar sem að því lúta - hvað sé
réttlátt og hvað óréttlátt þegar öllu er á
botninn hvolft“ (149).
Líklegt má telja að þessi þáttur í rök-
semdafærslu Kristjáns veki upp nokkrar
deilur. Hvenær er t.d. breytni hins rétdáta
siðferðilega röng? Þegar ógeðfelld mann-
eskja vinnur til verðlauna getum við hæg-
lega litið svo á að heimurinn væri betur
settur ef viðkunnanlegar manneskjur
ynnu einar til þeirra; en hafi viðkomandi
unnið til verðlaunanna með sanngjörnum
hætti og í samræmi við leikreglurnar, þá
verðskuldar hún verðlaunin og á jafnframt
réttmætt tilkall til þeirra. Manneskja
getur hæglega verðskuldað verðlaun þótt
hún eigi ekki tilkall til þeirra; en eigi
manneskjan tilkall til þeirra, er erfitt að
neita því tilkalli fyrir þá sök eina að hún
verðskuldi þau ekki.
Justice and Desert-Based Emotions lýkur
með þeirri röksemd að „beinaber" lífs-
leiknikennsla (non-expansive character
education), þar sem fyrst og fremst er lögð
áhersla á grunngildi sammannlegs sið-
ferðis, sé áhrifamesta aðferðin við að
kenna réttlæti, að minnsta kosti til að
byrja með. Þessi einstaklingsmiðaða og
tilfinningabundna réttlætiskennsla í anda
Aristótelesar er svo borin saman við
borgaralega menntun í líki „holdtekinn-
ar“ lífsleikni (expansive character education)
sem byggir á heildarhugsjóninni um lýð-
ræðislegt rétdæti. Að mati Kristjáns kann
borgaraleg menntun að reynast vera
mikilvæg viðbót á síðari stigum mennta-
kerfis lýðræðisríkja Vesturlanda, „en hún
kemur þó ekki í stað hinnar dýpri áherslu
á siðferðilega finstílhngu þvermenningar-
legra, mannlegra viðbragða á borð við
verðskuldunartilfmningar okkar“ (197).
Að kenna siðferði felst því ekki aðeins í
því að kenna góðvild, samúð og fáein boð
og bönn, heldur „felst það í því að kenna
hvenær og hvernig og hverjum maður
getur reiðst eða látið vandlætingu sína í
ljós með réttlætanlegum hætti, hvenær
maður geti leyft sér að hlakka yfir verð-
Ritdómar
skulduðum hrakforum annarra o.s.frv.“
(198).
Kristján er fastheldinn á þá skoðun að
röksemdafærslu hans sé ekki ætlað að
skírskota til neinnar sérstakrar stjórn-
málastefnu, en þó viðurkennir hann að
hún beri mcð sér „sterk siðferðileg og
uppeldisfræðileg skilaboð: réttlæti skiptir
máli fyrir siðferði og verðskuldun skiptir
máli fyrir réttlæti. Tilfinningar skipta
máli fyrir verðskuldun, réttlæti og sið-
ferði. Ennfremur, og ekki síst, þarf
réttlætiskennsla að líta til allra þessara
þátta“ (9). Það er erfitt að líta á þessi
afdráttarlausu skilaboð sem ópólitísk í
einhverjum skilningi, nema stjórnmálun-
um sé afar þröngur stakkur sniðinn. I
raun stendur Kristján í stöðugri og
augljósri rökræðu við frjálsfyndisstefnu
(líberalisma) sem hann telur að hafi
misskilið eðli okkar sem siðferðilegar
verur er hafi sérstaka þörf fyrir hugmynd-
ina um hið góða líf, sem felur þá jafn-
framt í sér reynslu af verðskuldunar-
tilfinningum. Að minnsta kosti verður
sagt um boðskap Kristjáns að hann er
siðferðilegur og uppeldisfræðilegur og
beinist gegn frjálslyndisstefnu.
Justice and Desert-Based Emotions er vel
rökstutt og ögrandi verk sem vekja mun
áhuga siðfræðinga, stjórnmálaheimspek-
inga, sálfræðinga og uppeldisfræðinga.
Líta má á bókina sem hluta af stærra
verki sem hófst með Justifying Emotions:
Pride andJealousy og heldur áfram í nýj-
ustu bók Yjc\st)i.ns,Aristotle, Emotions and
Education (2007), en í þeirri bók rannsakar
hann hugmyndir Aristótelesar um sið-
ferði, tilfinningar og menntun af mikilli
glöggskyggni. Það verður afar spennandi
að fylgjast með því hvernig rannsóknar-
verkefni Kristjáns, sem vekur æ meiri
athygli á alþjóðavísu, mun þróast, og þá
sérstaklega viðtökum þess í fræðasam-
félagi þeirra sem fjalla um réttlæti.
Tim Murphy
Hrannar Már Sigurðsson pýddi