Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Side 311

Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Side 311
Heimamenn í Hvalfirði, bæði einstakir landeigendur og sveitarstjórnir, hafa lengi verið ósáttir við efnistöku Björgunar í firðinum. Skömmu eftir að efnistaka hófst undan Hálsnesi, eða í september 1997, krafðist hreppsnefnd Kjósarhrepps þess að iðnaðar- ráðherra stöðvaði efnistöku Björgunar af hafsbotni á svæðinu frá Kiðafelli og inn að Hálsnesi. Astæður þess voru að heimamenn töldu að landbrot hefði aukist og var Hvalfjarðareyri nefnd sérstaklega. í framhaldinu var Orkustofnun falið að meta ástandið. Við athugunina kom ekkert í ljós, sem benti til þess að efnistakan hefði bein og stórvægi- leg áhrif á rof Hvalfjarðareyrarinnar. Iðnaðarráðuneytið taldi engu að síður ástæðu til þess að nánar yrði fylgst með landbroti á Hvalfjarðareyrinni og fór þess á leit við Björgun að það beindi efnistöku sinni að öðrum svæðum í firðinum. I því skyni ákvað ráðuneytið í nóvember 1997 að Björgun væri óheimil efnistaka af hafsbotni á svæði sem afmarkaðist af línum, mældum hornrétt á land, með ytri mörkum sem væru einn km innan og utan Hvalfjarðareyrar. Takmörkunin gilti í fimm ár og félli þá niður nema fram kæmu óskir um endurmat á grundvelli nýrra upplýsinga. Þegar efnistökuleyfi Björgunar frá árinu 1990 var framlengt í annað sinn í nóvember 2006, voru sett inn ákvæði um að Orku- stofnun væri eftirlitsaðili með leyfinu. í framhaldinu barst stofnuninni fjöldi kvartana frá heimamönnum í Hvalfirði. Þeir komu kvörtunum sínum einnig á framfæri við Skipu- lagsstofnun þegar umhverfisáhrif efnistöku Björgunar af hafsbotni í Hvalfirði voru metin. Kollafjörður: Staðsetning og stærð efnistökusvæða á hafsbotni í Kollafirði árið 2005 er sýnd á 11. mynd. Það vekur athygli hvað svæðin eru mörg og dreifð um fjörðinn. Efnistökusvæðin tuttugu og tvö eru langflest á innan við 20 m sjávardýpi, allt frá Kjalarnesi að Akurey. Björgun hóf efnistöku í Kollafirði á svæði undan Saltvík á Kjalar- nesi árið 1970. í kjölfar mælinga Hafrannsóknastofnunarinnar á setþykkt á Engeyjarsundi árið 1978 [14] bættist við nýtt efnistökusvæði utarlega í Engeyjarsundi árið 1979, kennt við Akurey. Hafrannsóknastofnunin gerði síðan endurvarpsmælingar í Kollafirði árið 1983 að beiðni Björgunar, borgarverkfræðingsins í Reykjavík og Reykjavíkurhafnar [15]. Niðurstöður þeirra gáfu til kynna að grófkornaðri setlög mætti finna á afmörkuðum stöðum í Kollafirði. I kjölfarið, þ.e. frá 1983-1989, hóf Björgun efnistöku á 13 svæðum í Kollafirði og á árunum 1993-1996 bættust við fjögur ný svæði. í yfirlitsgrein sem þessari er ekki hægt að gera öllum efnistökusvæðum í Kollafirði ítarleg skil, en áhersla verður lögð á stærri svæðin þar sem efnistaka á sér yfirleitt langa sögu og einnig svæði þar sem efnisgæði eru að einhverju leyti sérstök. Arið 1970 hóf Björgun uppdælingu undan Saltvík á Kjalarnesi, en þar hefur allt frá upphafi verið tekið steypuefni fyrir höfuðborgarsvæðið. Eftir efnistöku í 35 ár var svæðið orðið 30 ha að stærð, eða þriðja stærsta svæðið í Kollafirði. Á átta ára tímabili á tíunda áratugnum voru teknir á svæðinu um 400.000 m3, en efnistakan var lítil (11.700 m3) á árunum 2000-2009, ef undanskilið er árið 2007 með 221.100 m3. í leyfi sem Orkustofnun veitti Björgun í júní 2009 til tíu ára, var m.a. leyft að taka allt að 400.000 m3 undan Saltvík (14. mynd). Árið 1979 hóf Björgun uppdælingu á svæði sem nefnt er Akur- ey, norðvestan Engeyjar (11. mynd). Eftir efnistöku í 26 ár var svæðið orðið 75 ha að stærð, eða langstærsta svæðið í Kollafirði. Þar hefur verið 11. mynd. Efnistökusvæði í Kollafirði árið 2005. Byggt á korti á bls. 11 í matsskýrslunni: Efnistaka af hafsbotni í Kollafirði, Faxaflóa: mat á umhverfisáhrifum. Efnistökusvæði í Kollafirði 2005 Ártal vísar til upphafs efnistöku ^ í notkun c2> notkun hætt Kjalarnes 1995 Lundeyjardjúp -> 1993 Kollafj. 1987 * Akurey 1979^. Viðeyjarflak 1984 § Engey I 1987 Lundey 1985 V' Álfsnes * 1989 m Þerney ^1989 Hjallasker ^Leiruvogur Hólmar 1 N ? 1985 iViðey 1985 1983 * Cj Engey 1996 Laugarnes Gufunes * 1995 > ■ Björgun 0 1 2 3 km 1 ■' y Tækni- og vísindagreinar 3 0 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270
Side 271
Side 272
Side 273
Side 274
Side 275
Side 276
Side 277
Side 278
Side 279
Side 280
Side 281
Side 282
Side 283
Side 284
Side 285
Side 286
Side 287
Side 288
Side 289
Side 290
Side 291
Side 292
Side 293
Side 294
Side 295
Side 296
Side 297
Side 298
Side 299
Side 300
Side 301
Side 302
Side 303
Side 304
Side 305
Side 306
Side 307
Side 308
Side 309
Side 310
Side 311
Side 312
Side 313
Side 314
Side 315
Side 316
Side 317
Side 318
Side 319
Side 320
Side 321
Side 322
Side 323
Side 324

x

Árbók VFÍ/TFÍ

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók VFÍ/TFÍ
https://timarit.is/publication/899

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.