Læknablaðið - 15.10.1949, Síða 14
28
L Æ K N A B L A Ð I Ð
Móðir Matthíasar læknis var
María, fædd í Vestmannaeyj-
um 1852, dó á Akureyri 1920.
Hún var dóttir Matthíasar tré-
smiðs Markússonar prests á
Álptamýri, þórðarsonar stúd-
ents frá Vigur. Móðir Maríu en
kona Matthíasar trésmiðs, var
Sólveig Pálsdóttir prests skálda
í Vestmannaeyjum, Jónsson-
ar undirkaupmanns Eyjólfs-
sonar. Séra Páll var skáldmælt-
ur vel, en fremur þótti hann
napurvrtur i kveðskap sínum,
er hann vildi það við hafa. Sól-
veig dóttir hans var merk kona.
Sigldi hún til Kaupmannahafn-
ar til að læra ljósmóðurfræði
og mun hafa verið fyrsta lærða
ljósmóðirin á íslandi. Er það
einkennilegt, að hún er amrna
fyrsta lærða læknisins, sem
lagði út á þá braut hér, aö lifa
af ,,praxis“-læknisstörfum án
fastra launa og embættisþjón-
ustu.
Móðir Sólveigar ljósmóður,
ömmu Matthíasar læknis, var
Guðrún Jónsdóttir á Brekkum
Filippussonar prests Gunnars-
sonar lögréttumanns í Bol-
holti Filippussonar Ormssonar.
Kona Gunnars lögréttumanns
var Ingibjörg Ingimundardótt-
ir frá Strönd í Selvogi Gríms-
sonar. Ingimundur þessi þótti
góður læknir á sinni tíð. Kona
séra Filippusar var Vilborg
Þórðardóttir. Þórður þessi var
lengi skrifari hjá Árna Magn-
ússyni, að minnsta kosti öll
þau ár er Árni var við jarða-
bókastörf hér á landi og er
fjöldi afskrifta með hans hendi,
allar mjög vandaðar. Síðar
varð hann tvisvar Skálholts-
ráðsmaður og bjó á Háfi í Holt-
um, hann dó 1747. Hann var
sonur Þórðar sýslumanns
Steindórssonar í Snæfellsnes-
sýslu.
Mér er sagt að þau hjónin
Matthías Markússon og Sól-
veig Pálsdóttir muni hafa
kvnnst utanlands, er þau voru
þar við nám — hún að læra
ljósmóðurfræði, en hann tré-
smíðalist, settust þau fyrst að 1
Vestmannaeyjum og unnu þar
hvort í sinni starfsgrein til árs-
ins 1868 er þau fluttu búferl-
um til Reykjavíkur með börn
sín, byggðu sér bæ í Holti og
unnu þar meðan kraftar ent-
ust. Sólveig ljósmóðir dó í Holti
árið 1886, var þá maður hennar
mjög farinn að heilsu og við
búinu var tekinn sonur þeirra,
en móðurbróðir Matthíasar
læknis. Matthías, hinn yngri, í
Holti, var hinn mesti atgervis-
og dugnaðarmaður, bjó hann í
Holti alla ævi og stundaði aðal-
lega verzlunarstörf. Tvær syst-
ur hans, Guðrún og Pálína,
dvöldu þar hjá honum og
sömuleiðis Jensína systir hans,
þangað til hún giftist Ásgeiri
kaupmanni Eyþórssyni. Kona
Matthíasar í Holti var Ragn-
hildur Skúladóttir Thoraren-
sen. Til þessarar góðu fjöl-