Læknablaðið - 15.10.1949, Side 28
42
LÆKNABLAÐIÐ
7) Á 18.—20. degi göngugibs,
sem notað er í 3 vikur.
2 vikum síðar eru sjl. að jai'n-
aði búnir að ná sér að fullu
og geta gengið að sínum fyrri
verkum, hver sem þau eru.
Legutíminn er því sem næst
þrem vikum, en sá tími, sem
fólkið gengur í gibsskóm, get-
ur nýtzt því til margra hluta,
þó ekki sé á það leggjandi erf-
iðisvinna eða útiverk.
Á árunum 1942—’47 gerði
annar okkar (B. J.) 55 Hoh-
manns aðgerðir á 32 sjúkling-
um. Af þeim höfum við nú í
sumar séð 17 manns. Þrir sjl.,
sem búsettir voru í Reykjavík
1943, þegar gert var að fótum
þeirra, hafa ekki komið 1 leit-
irnar. Hitt fólkið er víðsvegar
af landinu og hefir ekki verið
reynt að ná í það. Röntgen-
myndir voru teknar af fótum
þeirra, sem til náðist svo og
ljósmyndir.
Að 'sjálfsögðu er ekki hægt
að draga miklar ályktanir af
ekki fleiri sjl., en í þessum fáu
tilfellum hefir aðgerðin upp-
fyllt það, sem búizt var við af
henni, þ. e. a. s. eymsli hafa
horfið, fótur lítur vel út, gang-
ur er eðlilegur, jafnt í skóm og
á berum fæti.
Einn sjl. kvartaði um þreytu-
verk í fótum. Það er 27 ára
gömul kona, sem var op. 1942.
Hún hefir mikið ilsig, notaði il-
stoðir, en hefir ekki gert það
síðustu 2—3 ár.
Einn sjl. var dofinn medialt
á stóru tá.
Tveir höfðu sigg undir öðr-
um leggjarhaus og dálítil ó-
þægindi frá því.
Þrír sjl. héldu stórutá lausri
við gólf, er þeir stóðu eða sátu,
en beittu henni við gang og
plantarbeygðu með góðum
krafti, ef þeim var sagt þaö. Er
líkast til, að þessir sjl. hafi ver-
ið hræddir við að reyna á tærn-
ar í fyrstu og hlífðarstaöan síð-
an orðið vani.
Ekkert af þessu fólki hefir
fengið physiotherapia af
neinu tæi né heldur hefir verið
brýnt fyrir því, að nota tærn-
ar við gang. Er það ekki ný
bóla, aö sjl. þora ekki að beita
lim, sem hlotið hefir áverka, þó
fullgróinn sé. En þessir þrír
sjl. gætu bent til þess, að rétt
væri að fylgjast með þessu fóiki
nokkurn tíma eftir aðgerð og
sjá til þess, að það notaði
tærnar.
Allt þetta fólk hafði góða
hreyfingu í grunnlið stóru tá-
ar, bæði bakfettu og ilbeygju
og gott afl.
Þar sem liðurinn er orðinn
þröngur og hreyfing lítil, eru
aðrar aðgerðir betri og þá
helzt þær, sem kenndar eru
við Keller eða Guildal. Þó ber
að gæta þess við þá síðar-
nefndu, að vera nískur á leggj-
arhausinn. Því þó að veruleg
stytting sýnist skaðlaus fyrsta
ristarlegg eins og síðar mun