Læknablaðið - 15.10.1949, Síða 54
68
LÆKNABLAÐIÐ
undir yfirborði hepar, þroskast
nokkuð, en orðið skammlífar
og þornað upp, en sullurinn,
sem dýpra lá og ofar í hepar
var ekki orðinn eins stór og nú,
fimm árum fyr, þegar próf. G.
M. op. sjúklinginn og því ekki
fundizt til hans. Þrem vikum
síðar en þetta gerðist, andaðist
próf. G. M. Var ég að visu bú-
inn að skýra honum frá að
þarna hefði verið subdiaphrag-
mat. sullur, en annars ekki
neitt nánar, því ég ætlaði ekki
að tala meira um það, fyrr en
útséð væri að ekki kæmi til
sectionar. Ég heíi þvi enga lýs-
ingu á því hvernig honum kom
þessi hepar-affectio fyrir sjón-
ir, þegar hann gerði u mrædda
lap. expl. í febr. 1919, því þótt
ég hafi leitað á heimili hans
með aðstoð frú Katrínar ekkju
hans og á Landsbókasafninu
með hjálp safnvarða aö sulla-
journölunum, sem ég vissi að
var vandlega gengið frá, þá
hefi ég ekki getað fundið þá.
Yfirsjón má það kalla hjá
mér, að nema ekki burtu eina
af þessum örðum til frekari
rannsókna, en afsökun er
nokkur í því, að framundan
var nokkuð mikil aðgerð, sem
ég hafði ríkar í huga. Mörgum
árum seinna op. ég sjúklinginn
vegna þess að hann var typbus
sýklaberi og gerði á honum
cholecystectomia, en þá gat ég
ekki fundið þennan blett aítur,
því hepar hafði dregist til eftir
sull-op. svo ekki náðist til hans.
Próf. Guðm Magnússon heit-
inn op. alls nokkuð á 4. hundr-
að sullsjúklinga, auk margra
annara opei’at. í og í námunda
við lifur, cn þetta va.r í eina
skiptið, sem nokkur grunur um
ech. alveolaris vaknaði hjá hon-
um. Þessi grunur reyndist á-
stœðulaus. Sjálfur hefi ég op.
hátt á þriðja hundrað sulla-
sjúklinga auk margra annara
op. í lifrar regio, og aldrei orðið
neins var, er bent gæti á ech
alveolaris, og aldrei hefi ég
heyrt að nokkuð grunsamlegt í
því efni hafi borið fyrir aðra
lækna.
Enn við bætisfc að á undan-
förnum 15 árum, hafa verið
gerðar rúmar 1500 krufningar
á Landsspítalanum og aldrei
fundizt neitt, er líkzt gæti ech.
alveolaris1 2). En miklu fleiri
ech. cysticus hafa fundizt við
þessar krufningar en nokkurn
hafði grunað-).
A8 þessu athuguðu tel ég að
megi fullyrða, að ech. alveolaris
finnist ekki á íslandi.
Þetta er ritað vegna þess, að
sullfræðingurinn mikli, próf. F.
Dévé spurðist fyrir um þaö síð-
astliðið vor.hvort nokkurntíma
hefði orðið vart ech. alveol. hér
á landi, og einnig ti; þess að
greina frá því að grunur sá,
1) Upplýsingar frá prosector Þór-
arni Sveinssyni.
2) Próf. N. Dungal Lbl. 1943, 8. tbl.