Læknablaðið - 15.10.1949, Page 89
L Æ K N A B L A Ð IÐ
103
aSeins tveir sjúklingar á þessu
tímabili með diagnosis appen-
dicitis, án þess að gerð væri
laparotomia. Annað var 8 ára
telpa og hitt 28 ára kona, er
hafði auk þess pneumonia cru-
posa. Ennfremur deyja 6
sjúklingar (er ekki var gerð á
laparotomia) með diagnosis
peritonitis (acuta) eftir einn
til ellefu daga. Þar af 5 tilfelli
á fyrstu 5 árunum og eitt árið
1918. Af þeim eru tvö börn 6
og 8 ára og hafa þau naumast
dáið úr perf. ulc. pept. Þá eru
tveir sjúklingar á þeim aldri,
er perforatio er orðin miklu
sjaldgæfari, annar 56 ára (út-
lendur sjómaður), er deyr á
fvrsta sólarhring og hitt 63
ára kona, er deyr á þriðja sól-
arhring og loks eru tveir
karlmenn, 28 ára og 37 ára, er
béðir deyja á fyrsta sólarhring
(árið 1907) og einn karlmað-
ur 24 ára, er deyr á 11. sólar-
hring (árið 1918) og gæti þar
auðvitað verið um perf. ulc.
pept að ræða. Að endingu eru
enn nokkur tilfelli, er til
greina gætu komið, sem dóu
fljótlega eftir að þau komu á
spítalann, en diagnosis vantar
eða er óákveðin svo sem ,,maga-
sjúkdómur11 (31 árs karlmaður,
er deyr á 41. degi árið 1907),
magakrabbi (25 ára kona úr
sveit, er deyr á 22. sólarhring
árið 1907). í þrem tilfellum
vantar diagnosis: Tvær konur,
32 og 52 ára, er báðar deyja á
fyrsta sólarhring og 24 ára
karlmaður, er einnig deyr á
fyrsta sólarhring, en þar gæti
verið um margt að ræða.
Enda þótt eitt eða fleiri þess-
ara tilfella kunni að hafa dá-
ið úr perfor. maga- eða skeifu-
garnai'sári, er auðséð, að fá
hafa þau verið ef nokkur. Er
þá sennilegt, að ulcus pepti-
cum eða þessi komplication
við það, hafi raunverulega ver-
ið sjaldgæfari fyrir árið 1923
en síðar? Um það veður lítið
vitað annað en það, að sprun"'-
in sár eru þá alþekkt og koma
oft til skurðaðgerðar í öðrum
löndum og af héraðslækna-
skýrslum okkar 1901—1905
má sjá, að sumir héraðslæknar
hafa þá þegar beinlínis orð á
því hversu magasár fari í
vöxt og meltingarsjúkdómar
séu yfirleitt algengir. í því
sambandi má benda á, að Bert-
el Bager safnaði 1767 tilfellum
af perf. ulc. pept. í Svíþjóð, af
50 sjúkrahúsum þar í landi á
árunum 1911—1925. Telur
hann, að perforationum hafi
fjölgað mjög síðari ár þessa
tímabils og hljóti sú fjölgun að
vera að talsverðu leyti raun-
veruleg, einkum á yngri karl-
mönnum með sár í duodenum.
Ekki verður mikið ráðið af
Mannfjöldaskýrslum (dánar-
skýrslum) Hagstofunnar á
þessum árum hvað þetta atr-
iði varðar. Samkvæmt Mann-
fjöldaskýrslum fyrir árin 1911