Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 7

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 7
höggi. Miðstýring kynlífsins var þar með leidd i lög með ákaflega hertum viðurlögum gegn öllum nánum snertingum sem áttu sér stað utan hinna hjónsku vébanda. Dauða- refsing var tekin upp við grófustu brotum. Og hér var ekki aðeins um að ræða siðferðis- lega sorpeyðingarherferð. Eins og oft bæði fyrr og síðar var hinn efnahagslegi faktor þungur á metunum, því Stóradómi var ekki síst beint gegn hinni skuggalegu ómagafjölg- un sem hlaust af þeim losaraskap fólks að elskast utan hjónabands.1) Þá var setning hans einnig liður í þeirri markvissu viðleitni til að kveða niður sjálfstæði og vald kirkj- unnar sem fyrrum hafði staðið hvað fastast gegn ásælni konungsvaldsins.2) Hér með var dómsvald hennar i siðferðismálum úr sögunni og ein ekki léttvæg auðsuppspretta; sektir þær sem siðbrotamenn greiddu runnu nú til konungs (nema 'A sem sýslumenn skyldu fá í sinn hlut). Þar að auki er líklegt að þessi kynlífslöggjöf hafi átt að vera e.k. sóttvörn gegn sýfilis þó erfitt sé að fullyrða nokkuð þar um því ekki er víst að menn hafi gert sér grein fyrir eðli sjúkdómsins eða smit- unarleið. Oft var sama orðið þ.e. ,,sárasótt“ notað bæði yfir sýfilis og holdsveiki enda geta einkenni þessara tveggja sjúkdóma verið keimlík. Illræmdustu sýfiliseinkennin stafa frá sýfilisæxlun- um, því þau geta afskræmt líkamann herfilega. Ef t.d. kemur límmeirnun í beinin, þá bæði aflagast þau svo, að mikil lýti eru að, ekki sízt í andliti (það kemur fyrir að nefbeinin eyðast að mestu) og svo geta limir styzt, brotnað eða bognað þannig að þeir verði ekki til hálfra nota.3) Reyndar væri það verðugt verkefni fyrir áhugasaman sagnfræðinema að grafast fyrir um hversu stóran þátt sýfilis átti í að móta aldarfarið. Sé það rétt að þessi hryllilega sýki hafi lagst á fólk í hrönnum hlýtur það að hafa haft mikil áhrif á allt hátterni og hugs- un aldarinnar. Fyrir utan líkamleg óþægindi og píslir má reikna með að á lágu stigi sjúk- dómsins hrjái vanmetakennd og komplexar ýmisskonar hinn sjúka og það má t.d. hugsa sér (án þess að fullyrða neitt) að kynhatur vandlætarans hafi stundum stafað af öfund- sýki yfir því að vera kynsveltur sökum sára. Og á háu stigi framkallar sárasóttin geðtrufl- anir og hugarkvalir í ýmsum tilbrigðum. Þetta er e.t.v. að einhverju leyti skýring á hinni ofboðslegu hugarangist sem gýs upp í Evrópu ekki löngu eftir að margrómaðir frumherjar í landaleit bera smitið yfir úthaf- ið. Auðvitað er þunn sagnfræði að skella allri skuldinni á einn sjúkdóm, en ekki síður fávíslegt að loka augunum fyrir honum sem áhrifavaldi, svo voðalegur sem hann er, en þó sérstaklega var áður en læknavísindunum tókst að finna aðferðir til að kveða hann niður. Og aukareitis má spyrja: Hversu má rekja hið kristna ,,siðgæði“ til smithættu á kynsjúkdómum almennt? Einarðir hugsjónarmenn færa sig upp á skaftið Stóridómur var sumsé samþykktur á Al- þingi árið 1564, en eitthvað mun þó dóms- kerfið hafa verið svifaseint, því fyrstu ára- tugina var Stóradómi lítið beitt. Ein ástæða þess var sennilega sú að hér var rótgróin hefð fyrir fjöllífi, og ekki minnst meðal presta sem kynbættu sveitirnar éins og kellíngin sagði. Rétt er að athuga að Stóridómur, sem og sá hugmyndaheimur er hann spratt af (rétttrúnaðurinn), var innflutt pródúksjón, orðin til í Þýskalandi þar sem aðstæður voru aðrar en hér og því ekki að undra þó nokkur vötn þyrftu að renna til sjávar áður en þessi nýja réttarvitund greri saman við sálarlíf ís- lenskra refsimanna. Þó kom þar að heiðar- legir menn undu linkunni ekki lengur og hvöttu til átaks. Einna skeleggastur mun hafa verið Guðbrandur biskup sem reyndar átti sjálfur barn í frillulífi en þó ekki tvö eins og Oddur biskup. Þessi áróður hafði smátt og smátt þau áhrif að þegar kom fram á 17. öldina var Stóridómur orðinn hatað kúg- unartæki sem olli aragrúa fólks óhamingju og niðurlægingu. Stjórnsamir sýslumenn sem fengu þriðjung sektarupphæðar í sinn hlut fóru um sveitir landsins og ofsóttu ólög- lega elskendur. Ef glæpamennirnir áttu ekki fé að fita pyngju yfirvaldsins dundi á þeim hrís fyrir augum manna og skepna. Þeir sem voru óforskammaðastir misstu lífið. Með bitlausum öxum var höfuðið krassað af karl- mönnum (svo notað sé orðalag Seiluannáls), en konum var drekkt, flestum í djúpum hyl í elskuðu sameiningartákni þjóðarinnar Öxará. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.