Sagnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sagnir - 01.05.1982, Qupperneq 102

Sagnir - 01.05.1982, Qupperneq 102
eftirlætispersónum má nefna Skafta lögsögumann og Snorra Sturluson. Einar telur að Snorri hafi með ritum sinum viljað vara þjóðina við hættunni sem stafar af norska konungsvaldinu.31) Flokka má persónur Einars í grófum dráttum í þrjá flokka: A. Friðelskandi menn B. Frelsisunnandi menn C. Ribbaldar. Fyrsti og annar flokkur falla eins og gefur að skilja oft saman. Til fyrsta flokksins telj- ast menn eins og Ingimundur gamli, Ólafur pá, Njáll á Bergþórshvoli og Ásketill goði.32) í annan flokk falla kappar eins og Halldór Snorrason, Sneglu-Halli, Þorgeir Ljósvetn- ingagoði, Hallur af Síðu og Einar Þveræing- ur.33) í þriðja og seinasta flokknum eru „slíkir ribbaldar“ sem Þorgeir Hávarsson, Hrafnkell Freysgoði og Þorbjörn í Há- varðarsögu.34) Það þarf varla að taka það fram að það eru frelsisunnandi menn sem falla Einari best í geð. Ef þjóðernishyggja Einars er borin saman við þjóðernishyggju Jóns Aðils og Hriflu- Jónasar kemur í ljós að ekki er mikill munur þar á hvað varðar ytra útlit hennar. En hug- myndirnar sem liggja að baki eru gjörólíkar eins og vikið verður að hér á eftir. Ef borin eru saman atriði eins og landnám, kristnitak- an, alþingi og lögtaka tíundarinnar kemur í ljós að þeir eru allir sama sinnis og ef eitt- hvað er þá tekur Einar dýpst í árinni. Landnám íslands var hetjudáð, einn fegursti vottur , sem sagan geymir, um hugrekki og manndóm þeirra manna, sem ættasamfélagið mótaði. Sjálf ferðin frá Noregi til íslands, sigling á frumstæðum, áttavita- lausum smáskipum yfir sollið úthaf, tekur af öll tví- mæli um það, hversu mikið þessu fólki þótti leggj- andi í sölurnar fyrir það að varðveita sína gömlu fé- lagshætti, sem verið var að svipta það í heimaland- inu.35) Jón Aðils og Hriflu-Jónas taka sér ekki svona sterk orð í munn þó Jónas sé ansi stór- yrtur.36) Sama er að segja um kristnitökuna, alþingi og lögtöku tíundarinnar, Einar gyllir þessi atriði mest.37) Þó munurinn á ytra útliti þjóðernishyggj- unnar hjá þessum þrem mönnum sé ekki mikill liggja hér tvær ólíkar hugmyndir að baki. Einar er að berjast gegn íhlutun Banda- ríkjanna og fyrir sósíalisma. Hann lítur því til baka, til þjóðveldisins, til að finna máli 100 sínu stuðning. Telur að á blómaskeiði sínu hafi þjóðveldið verið laust við erlenda íhlutun, sem næst frumkommúnískt og skilið eftir sig menningararf sem verið hefur vopn þjóðarinnar síðan. Myndin sem hann dregur upp af þjóðveldinu verður því mjög glæst eins og mynd Jóns Aðils og Hriflu- Jónasar. Hjá Jóni og Jónasi var það baráttan við Dani um sjálfstæði þjóðarinnar sem var í bakgrunni og þjóðernishyggja þeirra fól m.a. í sér að vekja þjóðernistilfinningu ungra þegna, og það var m.a. gert með því að innræta þeim að þeir væru partur af góðri og merkilegri þjóð og það væri þess virði að leggja nokkuð á sig fyrir hana.38) Annað atriði sem ólíkt er, töluverður eðlismunur er á baráttunni gegn Dönum og baráttu Einars. Nær allir landsmenn samein- uðust í baráttunni gegn Dönum en miklir flokkadrættir áttu sér stað í baráttunni gegn Bandaríkjunum og fyrir sósíalisma svo ekki sé meira sagt. Ég held að líta beri á þjóðernishyggju þessara manna sem tvær ólíkar greinar af sama meiði. Þetta eru sömu umbúðir en inni- haldið er gjörólíkt. Niðurstöður Líkt og allir aðrir er Einar barn sins tíma og Ætt. ber þess glögg merki. Allar þær póli- tísku deilur sem settu svip á fyrstu árin eftir seinni heimsstyrjöld eru hér ljóslifandi komnar. Þjóðernishyggja Einars er að ytra útlit ekki ólík þjóðernishyggju Jóns Aðils og Hriflu-Jónasar. Þeir draga allir upp glæsta mynd af þjóðveldinu og eru nokkurn veginn sammála um hvað sé gott og hvað sé slæmt. Grunnurinn sem sjónarmið þessara manna er reist á er þó gjörólíkur. Hjá Jóni Aðils og Hriflu-Jónasi er keppikeflið að sameina landsmenn í baráttu fyrir sjálfstæði landsins. Einar aftur á móti beinir spjótum sínum gegn Bandaríkjunum og fyrir sósialisma. Niðurstaðan af þessu er sú að líta ber á Ætt. fyrst og síðast sem áróðursrit frekar en tilraun til fræðilegrar umfjöllunnar um þetta timabil. Eins og margoft hefur verið minnst á er Einari efst í huga baráttan gegn Banda- ríkjunum og þeim samningum sem gerðir voru á árunum 1946, 1949 (NATO) og 1951. Þessi bók er innlegg í pólitiska baráttu þess-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.