Sagnir - 01.05.1991, Síða 18

Sagnir - 01.05.1991, Síða 18
Sigríður K. Þorgrímsdóttir leiðir og vöktu athygli á sér og juku fylgi sitt með miklum áróðri. í Morgunblaðinu og Vísi kom fram undrun yfir hinu mikla fylgi þýskra nasista í kosningunum 1930: Foringi þeirra er Adolf Hitler, sá hinn sami, er stóð fyrir Miinchenuppreisninni 1923. Fasistar vilja koma á einræði.... Þeir hafa slegið um sig með því að heimta ógildingu Versala- friðarsamninganna... og þeir hafa komið fram sem svæsnir Gyðingahatursmenn. Fyrir þeinr vakir fasistaeinræði og ekkert annað... ,15 Þessi kuldi í garð Hitlers og þýskra nasista hélst fram yfir valdatöku þeirra 1933. Það var ekki fyrr en blöðin sáu merki „efnahagsundurs“ Hitlers og árangurs hans við að uppræta kommúnismann, að þau tóku að lofsyngja hæfileika hans í stjórnmálum. Hrifning á þriðja ríkinu Hitler varð kanslari Þýskalands í janúar 1933. Það voru nrargar ástæður til þess að honum tókst að komast til valda, aðrar en aukið fylgi nasista, það út af fyrir sig hefði ekki nægt. f fyrsta lagi naut hann stuðnings íhaldsmanna og í öðru lagi voru vinstrimenn sundr- aðir og stóðu því ckki gegn honum. Þýska þingið fékk Hitler einræðisvald til fjögurra ára með 441 atkvæði gegn einungis 94. Eftir það varð nasistum leiðin greið til valda á öllum sviðum.16 í fyrstu voru Morgunblaðið og Vísir fremur andsnúin hinum nýja kanslara Þýskalands. En árið 1933 bar Vísir saman stjórnarfarið í Þýskalandi og Ítalíu og hrósaði nasistum fyrir að „vinna djarflega að uppræting allrar kommúniskrar starfsemi". Að vísu væri stjórnað harðri hendi, en nasistar myndu ætla sér að „hefja Þýskaland til vegs og gengis". Jafnvel þótt nasistar ætluðu sér trúlega að efla Þýska- land hernaðarlega og ógna þannig friðinum í álfunni, þá breytti það Woodrow Wilson var talin boðberi nýrra og mannlegra viðhorfa. Vtsir og Morgunblaðið voru afar hrifin af Wilson, hann myndi semjafrið með rétt- lcctið að leiðarljósi. Versalasamning- arnir þóttu þó ekki réttlátir, en blöðin töldu að þar hejði Wilson lotið í lægra haldifyrir „ofríki" franska forsætisráð- herrans Cletnen- ceaus. litlu, friðarhorfurnar væru hvort cð er ekki upp á marga fiska.17 Skrif Morgunblaðsins voru í svipuðum dúr.18 Tónninn varð síðan hliðhollari nasistum með hverju árinu. Það hélst óbreytt allt til 1938, er Hitler hóf landvinninga sína. Hér á eftir vcrða tíndar til helstu ástæður þess að blöðin voru ekki gagnrýnni í garð Hitlers og nasista en raun bar vitni. Andúð á Versalasamningunum Andúð á Versalasamingunum var ein af ástæðum þess hve vinsam- lega blöðin tvö tóku stefnu Hitlers í utanríkis- og hermálum á fyrstu árum valdaskeiðs hans. Frá því var sagt hér á undan að Morgunblaðið hefði rakið sigur nasista í Þýska- landi til Versalasamninganna. Blöðunum þótti bandamenn ekki standa við sitt, þjóðirnar vígbyggj- ust af kappi, nema Þjóðverjar sem væri bannað það. Fannst blöðunum skiljanlegt að Þjóðverjum þætti þetta hróplegt ranglæti.19 Ýmislegt hafði þó breyst, Þjóðverjar voru ekki lengur settir „skör lægra“ en aðrar þjóðir á sama hátt og verið hafði. Þeir höfðu gert Locarno sátt- málann 1925 og samið þar um landamæri og friðarstefnu og þeir gengu í Þjóðabandalagið 1926. Vcrið var að ræða Versalasamning- inn við þá allt tímabilið og veita þeim lán til að standa undir skaða- bótagreiðslum. Þannig var ekki hægt að segja að þeir hefðu engum árangri náð í jafnréttiskröfúm sínum. Morgunblaðið og Vísir voru ótvírætt andvíg Versalasamning- unum og líklegt að þau hefðu sýnt skilning hverri þeirri stjórn í Þýskalandi sem reyndi að losa landið undan oki samninganna. Þegar Hitler kom aftur á her- skyldu í Þýskalandi 1935 sagði Vísir að Þjóðverjar hefðu verið „leystir undan 16 ára oki óvirð- 16 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.