Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 48

Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 48
Peter Footc „I wanted to see the Njála country." Teikningar úr íslandsleiðangri frú Disncy Leith skömmu fyrir aldamót. norræn fræði séu kennd á færri stöðum, eru þær stofnanir sem eru til sterkari en áður fyrr, ckki svo sterkar samt að þær þurfi ekki á samúð og eflingu af hálfu íslenskra aðila að halda — fé til bókakaupa er lífsnauðsyn og sérstaklega vel þegið. Svo er hitt að hinn minnk- andi hópur framhaldsstúdenta er valinn hópur, sannir áhugamenn, því fæstir þeirra geta átt von á starfsferli í fræðunum. En meðan Víkingafélagið er til, þurfa þeir ekki að vera alveg útskúfaðir heldur. Sérfræðingar verða aldrei margir hjá okkur, en kannski verða þeir ennþá duglegri. Hvaða áhrif telur þú að íslenskir frœðimenn búsettir í Bretlandi haft haft á íslensk miðaldafrœði eins og þau eru stunduð hér? Fáir íslendingar hafa haft kennslu við breska háskóla. Guðbrandur hafði tíma í Oxford, en var líklega sá eini á síðastliðinni öld. Fyrr- nefndur Jón Stefánsson kenndi eitthvað við King‘s College í London fyrir 70 árum síðan, og Eiríkur Benedikz kenndi hjá okkur í 25 ár, en þetta var bara hjávinna þeirra. Hermann nýnefndur er sá helsti sem kemur til greina, en ekki ætla ég að dæma um áhrif hans — ætli þau hafi ekki verið bæði til góðs og ills eins og hjá okkur flestum? Þýðingar hans hafa selst vel, en ég veit ekkert um fram- haldsstúdenta hjá honum, en hjá þeim er varandi vísindalegra áhrifa líklega mest að gæta. Hitt hefur vcrið mikilvægara að við höfum sjaldan átt langt að leita til fróðra íslendinga, sérstaklega eftir stríðið, hvort sem þeir hafa verið búsettir hér eða ekki. Gabriel Turville- Petre átti marga góða vini, sem hann arfleiddi okkur að, ef svo má að orði kveða. Hugh Smith var vinur Sigurðar Nordals og Einars Ólafs Sveinssonar, og þeir voru nokkuð oft í London, Oxford og annarsstaðar í Bretlandi milli 1950 og 1970. Jónas Kristjánsson og aðrir hafa komið síðan. Og hver ungur vísindamaður sem farið hefur til fslands hefur alltaf aflað sér vina og kunningja, og þar sem annar hver íslendingur er fræði- maður hefur hann ekki komist hjá því að bæta ráð sitt þannig. Ég var svo heppinn sjálfur að kynnast Birni heitnum Þorsteinssyni — við lásum báðir á British Museum vet- urinn 1949-1950 án þess að þekkjast, en þá vildi svo vel til að hann þurfti að líta á þriðja bindið af Safni til sögu íslands sem ég hafði undir höndum vikum saman — og það var upphaf ævilangrar og far- sællar vináttu. Hann þekkti alla heima og svo komst ég í kynni við marga hans samtímamenn, bændur og skáld ekki síður en fræðimenn. Aðra íslendinga hitti ég úti í Höfn, og þau tengsl hafa líka reynst mér prýðilega á allan hátt. Annars höfum við stuðlað að því að fá menn í heimsókn hingað til að flytja erindi, og um skeið var „Vis- iting Professor‘s“ embætti hérna, borgað af College og ríkinu heima til helminga — þá kom íslendingur annaðhvert ár og var mánaðarlangt í deildinni. En það strandaði fyrir nokkrum árum á áhugaleysi í menntamálaráðuneytinu eða fjár- skorti í ríkissjóðnum — líklega var upphæðin ekki nógu stór og endur- skoðendur vildu ekki viðurkenna tilveru hennar. Langtum best var það þegar hann Gunnar Karlsson kom sem sendiprófessor í sögu og 46 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.