Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 85

Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 85
Akantusmunstrið dæmi um (stokkarnir frá Hrafna- gili, Valþjófsstaðahurðin, Laufás- og Mælifells hlutirnir, altarisbikarinn frá Fitjum, skrínið frá Keldum). En þetta þýðir ekki að rómönsk akantus- blöð séu alltaf stór og þung. Minni og léttari, margskipt blöð voru einnig vel þekkt í rómanskri list úti í Evrópu, svo þekkt að varla þarf að nefna dæmi. Það er þessi blaðagerð scm tilheyrir teinungsskreytilist í „íslenskum stíl“. Blöðin eru oft fjölmörg, svo að allt fær ríkulegan svip. Formið cr nokkuð mismunandi. Þrískipt gerð sem mikið var notuð, er með breitt hringlaga miðblað og tvö nrinni og oddmjórri hliðarblöð.21 Sérlega líflegum áhrifum var náð með því að heil blöð eða blaðhlutar voru lagðir ofan á stærri, þrí- eða margskipt blöð. Greinarnar vefjast saman í mismunandi vafninga og oft er notkun vafninganna mjög ábcrandi. Smágreinar skera stærri greinar og vefjast um þær, og oft vefjast dýr inn í teinungsgreinarn- ar. Þannig lýsir Mageröy hinum íslenska stíl í riti sínu og hér koma fram öll helstu atriðin sem þykja einkennandi fyrir hina íslensku útfærslu á rómanska teinungnum. Hvaðan barst hinn rómanski akantus hingað til lands? Að öllum líkindum hefur hann upphaflega borist hingað ineð norrænum vík- ingum en hann gæti einnig hafa fylgt írskum landnemum. Hvar rætur hins séríslenska stíls liggja hefur vafist fyrir mönnum. Menn- ingarsamskipti milli Noregs og íslands voru sterk á 12. og 13. öld en ísland var ekki með öllu ein- angrað frá öðrum menningarsvæð- um. Mageröy nefnir þá skoðun Hauglids að áhrifa bókalýsinga enskra handrita gæti á dyraum- gjörðum stafkirknanna, og telur ekki ólíklegt að hið sama gæti einn- ig hafa átt við um íslenska útskurð- arlist.22 Hún telur ekki útilokað að hinn íslenski stíll hafi í upphafi verið sameiginlegur íslensk-norskur stíll en hún segist ckki hafa fundið nokkurt dæmi því til staðfestingar. Hins vegar eru augljós tengsl við sérstaka gerð evrópskrar skreyti- listar sem ekki er til staðar í jafn ríkum mæli í Norcgi.21 í lok bókar sinnar segir hún m.a. að, ... stór hluti íslenskra tréskurð- armanna hefðu ekki aðeins náð að skapa sérstök verk heldur einnig frábær listaverk, - og það ged minnt okkur á að einskorða ekki hina gömlu mcnningu íslands eingöngu við bók- menntir. Landið hefur einnig fóstrað marga hæfileikamenn á sviði „handlista”, — það bera verkin vitni um, jafnvel þó að nöfnin séu flest gleymd.24 Skáphurð frá því um 1600. Rómanskur stíll með jurta- skreytingum, kynjadýr vejj- ast inn í tein- ungsgreinamar. Niðurlag Ég læt hér staðar numið í umfjöllum minni um akantus- munstrið og þróun þess. Þetta er búið að vera langt ferðalag, frá Hellas nálægt árinu 500 fyrir Kristsburð og allt til íslands á því herrans ári 1900. Hvernig gríska akantusmunstrið þróast og breiðist út um hinn vestræna heim, alla leið hingað norður til íslands, er glöggt dæmi um það hvernig menningar- straumar berast landa á milli. Það er merkilegt til þess að hugsa að íslenskir bændur, alþýðumenn og konur, hafi sótt sínar fyrimyndir í skreydlistinni alla þessa löngu leið og í hve miklum mæli hlutirnir byggja á eldri hefðum og reynslu genginna kynslóða. Ekki þarf að ganga lengi um sali Þjóðminja- safnsins án þess að rekast á akantus- SAGNIR 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.