Sagnir - 01.05.1991, Page 87

Sagnir - 01.05.1991, Page 87
Gunnar Karlsson Enn er eftir textabyltingin Umsögn um ellefta árgang Sagna Kápumyndin á Sögnum XI, 1990, er sérstaklega vel valin, undurfalleg gömul ljósmynd af konu með hvort barnið á sínu brjósti og á vel við efnið því að blaðið fjallar að miklu leyti um sögu barna og kvenna. Þrjár greinar eru um barnauppeldi og meðferð barna og þrjár um kvennasögu. (Barnasögugreinarnar eru eftir konur en kvennasagan eftir karla. Skyldi það vera merki um eitthvað?) Þá er ein grein um Stóradóm, sem snerti konur vissu- lega meira en meðaltal þess sem fjallað er um í íslandssögu. Þrjár greinar eru um önnur efni, auk venjubundins ritdóms um næsta hefti á undan: um stærð fiskibáta á 18. öld, tekjur presta og loks eins konar predikun fyrir efnahagslegri frjálshyggju, skrifuð í tilefni af fimm alda afmæli Píningsdóms. Sagnir halda hér sömu stefnu og undanfarin ár að vera vettvangur alþýðusögu frekar en önnur sögu- tímarit okkar. Ég held að það sé rétt stefna; Sagnir hafa líklega einkum náð útbreiðslu vegna þess að þær svala forvitni fólks um fortíð sem hefur ekki verið með í kennslubókum, yfirlitsritum eða fagtímaritum. Að viðfangsefnum til eru þær nýstárlegasta framlagið til íslandssögunnar síðustu árin. Nemendatímarit á að sumu leyti auðveldara með að koma á vett- SAGNIR Tímarit um söguleg efni 11. árgangur 1990 SAGNIR 85

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.