Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 12
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201412
Við erUm fámenn þjóð
sanna okkur og búa til góðan skóla. Það þarf svona eldmóð og kraft til að koma af stað
breytingum.
Þegar ég ákvað að fara í doktorsnám ætlaði ég að skoða bæði grunnskólastigið og
leikskólann þar sem ég þekkti bæði skólastigin vel og hafði velt mikið fyrir mér mun-
inum á hugmyndafræðinni og starfsháttum á þessum skólastigum. En svo kom að
því að ég þurfti að afmarka ritgerðarefnið. Leiðbeinanda mínum, dr. Bernard Spodek,
fannst allt of víðfeðmt verkefni að taka bæði skólastigin fyrir, þannig að ég þurfti
að velja. Í doktorsverkefninu mínu beindi ég sjónum að hugmyndafræði og störfum
íslenskra leikskóla kennara. Í háskólanum í Illinois þurftu nemendur að taka námskeið
í tvö ár áður en byrjað var á doktorsritgerðinni. Að því loknu safnaði ég gögnum á
Íslandi og vann ritgerðina að mestu hér heima en ferðaðist á milli eins og þörf var á.
Ég var í doktorsnámi þegar Kennaraháskólinn, Fósturskólinn, Þroskaþjálfaskólinn
og Íþróttakennaraskólinn voru sameinaðir árið 1998. Þórir Ólafsson, rektor Kennara-
háskólans, hringdi í mig á landlínunni og spurði hvort ég vildi taka að mér að veita
forystu leikskólakennaranáminu við nýjan Kennaraháskóla. Ég tók áskoruninni og
leiddi leikskólakennaranámið inn í nýja tíma ásamt frábærum samstarfskonum. Það
var heilmikið verkefni, en ég hafði með mér hugsjónafólk sem enn stendur vaktina
fyrir málefni leikskólans. Við vorum í góðu samstarfi við háskóla á Norðurlöndum
og gátum tekið nokkurt mið af þeirra námskrá og reynslu. Auk þess sem endurskoða
þurfti námið þurfti að byggja upp nýtt fræðasvið á háskólastigi. Ég stofnaði því
Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) sem hefur verið mikil
lyftistöng fyrir rannsóknir í málefnum ungra barna.
Menntunarfræði ungra barna og rannsóknir með börnum
Ég lauk doktorsnáminu árið 2000. Þegar ég skrifaði doktorsritgerðina var leikskóla-
sviðið nánast órannsakaður vettvangur hér á landi. Mér fannst að ég þyrfti að skoða
hvaða viðhorf lægju að baki því sem fólk var að gera í leikskólum. Það var einhvern
veginn það sem mér fannst ég verða að byrja á. Á þessum tíma var nánast ekkert til
af rannsóknum á leikskólanum og menntunarfræði ungra barna sem fræðigrein var
óþekkt hér á landi.
Fræðasviðið menntunarfræði ungra barna (e. early childhood education) er reyndar
mjög ungt. Það var ekki fyrr en um miðjan níunda áratuginn að fyrsta vísindalega
rannsóknartímaritið á þessu sviði kom út. Þeir sem gerðu rannsóknir á þessu sviði
áður voru aðallega sálfræðingar og félagsfræðingar, ekki menntunarfræðingar. Við
háskólann í Illinois voru þrír topparnir í þessum fræðum í heiminum, þau Bernard
Spodek, Lilian Katz og Daniel Walsh, þannig að ég var afar lánsöm með lærimeistara.
Það hefur verið afar gefandi að taka þátt í frumkvöðlastarfi á þessu sviði. Frá því að
ég lauk doktorsprófi hefur orðið mikil þróun á stuttum tíma og mikið gerst á þessum
árum. Það hefur mikið áunnist. Til dæmis er ótrúlegt að við skulum vera með þó nokkra
doktorsnema í þessu fagi núna. Þegar ég stofnaði Rannsóknarstofu í menntunar-
fræðum ungra barna (RannUng) og fékk til samstarfs fulltrúa Reykjavíkurborgar,
Kennarasambandsins og Umboðsmann barna þá hafði ég væntingar um að lyfta
faginu upp á hærra plan með því að gera rannsóknir sem hefðu áhrif á stefnumótun