Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Qupperneq 24

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Qupperneq 24
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201424 má ég fá að ráða mínU eigin l ífi ? þau tengsl hafi áhrif á persónuleika okkar og tækifæri í lífinu. Við mótumst þannig hvert af öðru og berum gagnkvæma ábyrgð hvert á öðru. Þessa sýn má einnig sjá í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem var undirritaður fyrir Íslands hönd árið 2007. Í samningnum kveður við nokkuð breyttan tón í umfjöllun um mannréttindi þar sem réttur einstaklings til að fá aðstoð er viðurkenndur með skýrari hætti en áður og þar með ríkari skyldur annarra til að bregðast við samkvæmt því. Hér er gengið út frá því að einstaklingurinn sé í stöðugum, gagnkvæmum tengslum við sitt félagslega umhverfi og það móti siðferðilega sjálfræði okkar og ábyrgð okkar hvert á öðru (Ástríður Stefánsdóttir, 2012; O‘Cinneide, 2009). Sérstaklega ber hér að benda á 12. grein samningsins. Þar er dregið fram mikilvægi þess að allir séu gerendur í eigin lífi og eigi rétt á að taka ákvarðanir sem byggjast á eigin vilja og löngun. Fatlað fólk sé hér að engu leyti í annarri stöðu en aðrir og eigi því rétt á viðeigandi aðstoð til að geta fullnýtt gerhæfi sitt (Ástríður Stefánsdóttir, 2012; Flynn og Arestein-Kerslake, 2014). Með gerhæfi er átt við hæfi til að ráða sér og réttindum sínum sjálfur (Ástríður Stefánsdóttir, 2012). Þetta endurspeglast einnig að einhverju leyti í Lögum um réttinda- gæslu (Lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011), en þar er gert ráð fyrir að réttindagæslumenn geti skipað persónulega talsmenn fyrir þá einstaklinga sem vegna fötlunar sinnar þurfi stuðning við ákvarðanatöku, til dæmis um persónuleg málefni eða aðstoð við að leita réttar síns, hvort sem er gagnvart opinberum þjónustu- aðilum, stjórnvöldum eða einkaaðilum. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (2007) hefur ekki verið lögleiddur hér á landi og enn er ekki útséð um það hvort hann verður lögleiddur eða hvernig. Þó birtast áhrif hans glöggt í löggjöf hér á landi, til dæmis í áðurnefndum Lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk (nr. 88/2011) og breytingum á Lögum um málefni fatlaðs fólks (nr. 59/1992) sem gerðar voru árið 2010 en þar er gert ráð fyrir að lögin skuli endurskoðuð í heild sinni fyrir árslok 2014. Í þeirri endurskoðun skal taka mið af meginreglum samningsins (sjá XIX kafla, gr. XII).Við teljum að sá skilningur á hugtökum sem hér er lagður til grundvallar eigi vel við þegar unnið er að markmiðum samningsins og íslenskra laga. Þannig fást betri verkfæri til að vinna gegn mannréttindabrotum gagnvart fötluðu fólki og leita leiða til að auka sem mest lífsgæði þeirra. rAnnsóKnin Þessi rannsókn er unnin samkvæmt eigindlegri rannsóknarhefð þar sem félagsleg fyrir- bæri eru athuguð í náttúrulegum aðstæðum. Rannsakandinn fer á vettvang, talar við fólk, fylgist með samskiptum og lýsir öllu því sem fyrir augu og eyru ber (Bogdan og Biklen, 1998; Denzin og Lincoln, 1998; Taylor og Bogdan, 1998). Eigindlegar rannsóknir eru byggðar á lýsandi gögnum og greina frá upplifun fólks og því hvaða merkingu það leggur í líf sitt og reynslu (Denzin og Lincoln, 1998). Í eigindlegum rannsóknum er gengið út frá þeirri hugmynd að allar raddir séu jafn mikilvægar og að allt fólk og allir hópar hafi mikilvægar upplýsingar fram að færa sem vert sé að rannsaka (Bogdan og Biklen, 1998). Það er ekki tilgangur eigindlegra rannsókna að alhæfa niðurstöður yfir á þýði heldur veita innsýn í aðstæður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.