Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Page 25

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Page 25
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 25 gUðrún V. stefánsdóttir, Kristín Björnsdóttir og ástríðUr stefánsdóttir Gagna var aflað með viðtölum og þátttökuathugunum. Í þátttökuathugunum fer rannsakandinn á vettvang og fylgist með þátttakendum í sínu daglega lífi og um- hverfi sem í þessari rannsókn var á heimilum fólks (Creswell, 2008). Tilgangur þátt- tökuathugana er almennt sá að öðlast betri skilning á lífi þátttakenda. Þær voru í þessu tilviki sérstaklega mikilvægar því að um var að ræða fólk sem átti erfitt með að tjá sig með orðum. Í þátttökuathugunum var meðal annars fylgst með því hvernig staðið var að stuðningi við fólkið, með hvaða hætti starfsfólk nálgaðist viðkomandi og hvernig tjáskipti fóru fram. Viðtöl voru tekin við þátttakendur í þeim tilgangi að fá þá til að lýsa með eigin orðum reynslu sinni af sjálfræði í daglegu lífi (Kvale, 1996). Í viðtölun- um voru þátttakendur meðal annars beðnir að lýsa reynslu sinni af ákvarðanatöku og hvaða þýðingu það hefði fyrir þá að taka þátt í ákvörðunum um stærri og smærri at- burði í lífi sínu. Þegar þess þótti þurfa voru tekin tvö eða fleiri viðtöl við þátttakendur en viðtölin fóru fram á heimilum þeirra og tóku um 40–60 mínútur hvert. Viðtölin voru hljóðrituð, afrituð og greind með þemagreiningu sem oft er kennd við fyrirbærafræði og var leitað eftir endurteknum hugmyndum og athöfnum í frásögnum þátttakenda í þeim tilgangi að skapa heilsteypta mynd af sjálfræði í lífi þeirra (Creswell, 2008). Þátttakendur Þátttakendur rannsóknarinnar voru 41 einstaklingur með þroskahömlun, valdir með markvissu úrtaki út frá aldri og áhuga á þátttöku. Með markvissu úrtaki er leitað til þeirra sem búa yfir þekkingu eða reynslu af því málefni eða fyrirbæri sem er til skoðunar. Reynt var að velja sem fjölbreyttastan hóp hvað varðaði búsetu, menntun, atvinnu og hjúskaparstöðu (sjá töflu) svo að fram kæmi hversu ólíkir einstaklingar fylla þann hóp sem greindur er með þroskahömlun (Creswell, 2008). Leitast var við að ná einnig til þeirra sem þurfa mikla aðstoð og stuðning og eiga í erfiðleikum með að tjá óskir sínar með orðum, en fjórir þátttakendur voru í þeirri stöðu. Þátttakendur voru alls 25 konur og 16 karlar, en auðveldara var að finna konur sem höfðu áhuga á rannsókninni en karla. Sóst var eftir fólki á aldrinum 26–66 ára því að fólk telst vera ungmenni til 25 ára aldurs, þó að sjálfræðisaldurinn sé 18 ár. Efri mörkin miðuðust við eftirlaunaaldur, sem er 67 ár, og eru þátttakendur þar af leiðandi á því aldursbili sem telst til fullorðinsára. Þátttakendur rannsóknarinnar bjuggu flestir á höfuðborgar- svæðinu. Taflan sýnir yfirlit yfir þátttakendur rannsóknarinnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.