Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 46

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 46
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201446 lífsgæði 8–17 ára getUmiKilla Barna með einhVerfU 1. Hvert er mat getumikilla barna með einhverfu á lífsgæðum sínum? 2. Hvernig meta foreldrar getumikilla barna með einhverfu lífsgæði barna sinna? 3. Er munur á mati getumikilla barna með einhverfu og foreldra þeirra? 4. Eru lífsgæði getumikilla barna með einhverfu frábrugðin lífsgæðum jafnaldra í samanburðarhópi? AÐfErÐ Þátttakendur Í rannsóknarhópi voru 8–17 ára getumikil börn með einhverfu og foreldrar þeirra. Val hópsins miðast við skilgreiningu greiningar- og flokkunarkerfisins ICD-10. Með einhverfuhugtakinu er átt við einhverfu, ódæmigerða einhverfu, Aspergerheilkenni og aðrar raskanir á einhverfurófi. Krafa var gerð um að börnin væru getumikil og var ákveðið að miða við greindartölu 80 eða hærri til að auka líkurnar á að börn- in gætu svarað lífsgæðamatslistanum án aðstoðar. Við val á aldursbili var stöðlun KIDSCREEN-matslistans höfð til hliðsjónar (KIDSCREEN Group Europe, 2006). Sam- kvæmt skrám Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins uppfylltu 303 börn þessi valvið- mið og var þeim öllum boðin þátttaka, ásamt foreldrum þeirra. Í samanburðarhóp var dregið parað slembiúrtak úr þjóðskrá og fengu alls 1.199 börn og foreldrar þeirra boð um að taka þátt í rannsókninni. Börnin voru pöruð við rannsóknarhópinn með tilliti til kyns, búsetu, fæðingarárs og -mánaðar. Alls bárust gildir matslistar frá 109 börnum í rannsóknarhópi og var svarhlutfall meðal þeirra því 35%. Svör bárust frá fleiri foreldrum en börnum eða 129 gildir mats- listar. Svarhlutfall meðal foreldra var því 42,6%. Í samanburðarhópi tók þátt 251 barn (20,9% svarhlutfall) og 286 foreldrar (23,9% svarhlutfall). Í töflum 1 og 2 eru upplýs- ingar um bakgrunn þátttakenda. Tafla 1. Bakgrunnsupplýsingar um börn í rannsóknar- og samanburðarhópi Rannsóknarhópur Samanburðarhópur Fjöldi* (%) Fjöldi* (%) Kyn barns Drengir 96 (88,1) 208 (82,9) Stúlkur 13 (11,9) 43 (17,1) Aldur barns 8–11 ára 49 (45,0) 106 (42,2) 12–17 ára 60 (55,0) 145 (57,8) Búseta Á höfuðborgarsvæðinu 66 (60,6) 154 (61,4) Annað þéttbýli (með yfir 4000 íbúa) 24 (22,0) 58 (23,1) Dreifbýli 19 (17,4) 39 (15,5) Skólakerfi Nám í almennum bekk 99 (90,8) 246 (98,0) Nám í sérdeild eða öðru sérúrræði 10 (9,2) 5 (2,0) * Samanlagður fjöldi þátttakenda getur verið mismunandi vegna ósvaraðra spurninga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.