Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Page 55

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Page 55
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 55 linda BjörK ólafsdóttir, snæfríðUr þóra egilson og K jartan ólafsson sinni til að eiga vini (sjá t.d. Bauminger og Kasari, 2000; Calder o.fl., 2013; Jarþrúður Þórhallsdóttir, 2013) og því skal ekki horfa fram hjá áhrifum félagslegrar þátttöku á lífsgæði barnanna. Munur á lífsgæðum barna með einhverfu og jafnaldra í samanburðarhópi var mestur í víddinni um líkamlega virkni. Börn með einhverfu voru síður líkamlega virk og upplifðu orkuleysi eða líkamlega vanlíðan oftar en önnur börn. Jafnframt töldu foreldrar hreyfingu meðal eldri barna minni en hjá yngri aldurshópnum. Sambæri- legar niðurstöður má finna í öðrum rannsóknum sem sýna að börn með einhverfu taka síður þátt í hreyfiathöfnum eða stunda íþróttir en önnur börn (Bandini o.fl., 2012; Tavernor o.fl., 2013). Þá kom fram í rannsókn Green o.fl. (2009) að takmörkuð hreyfigeta er nokkuð algeng meðal barna á einhverfurófi. Líklegt er þó að rekja megi minni virkni getumikilla barna með einhverfu til sálfélagslegra þátta og óvenjulegrar skynúrvinnslu fremur en til líkamlegrar heilsu (Tavernor o.fl., 2013). Hugsanlega eiga börnin einnig erfitt með að fylgja þeim flóknu reglum sem fylgja mörgum hreyfileikj- um og geta dregið úr áhugahvöt þeirra á þessum vettvangi. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að samskipti barna og foreldra væru almennt góð og voru börnin sátt við það hvernig þau vörðu frítíma sínum. Meiri ánægja reyndist þó vera meðal eldri barna með einhverfu en þeirra yngri varðandi þætti tengda fjölskyldu og frjálsum tíma. Möguleg ástæða fyrir því getur verið að með aldrinum upplifi börnin aukið sjálfræði og svigrúm til að skipuleggja eigin frítíma. Yngri börn eru ef til vill bundnari ákvörðun foreldra um samveru fjölskyldunnar á kvöldin og um helgar. Einnig er líklegt að yngri börn átti sig síður á þeim erfiðleikum sem áhugamálin geta haft í för með sér, eins og áráttukenndum hugsunum og hegðun. Það var til dæmis reynsla þátttakenda í rannsókn Jarþrúðar Þórhallsdóttur (2013) en með aldrinum áttu viðmælendur hennar auðveldara með að skipuleggja sig og koma jafnvægi á daglegt líf. Hlutverk skólans í að stuðla að lífsgæðum og þátttöku barna með einhverfu Í þessari rannsókn voru börn með einhverfu almennt sátt við þátttöku sína í skóla- starfi en töldu hana þó minni en fram kom meðal jafnaldra í samanburðarhópi. For- eldrar upplifðu meiri erfiðleika hjá einhverfum börnum sínum, til dæmis varðandi einbeitingu og samskipti við kennara. Skólastefnan sem kennd er við skóla án aðgreiningar hefur verið ríkjandi stefna í íslenskum grunnskólum um árabil. Stefnan felst í því að öll börn hafi rétt á því að sækja menntun í sinn heimaskóla og fá þar viðeigandi stuðning og námsefni sem hentar getu þeirra (Hafdís Guðjónsdóttir og Jóhanna Karlsdóttir, 2009). Í markmiðsgrein grunnskólalaganna (nr. 2) segir meðal annars að grunnskóli [skuli] leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins … skólastarfið skal leggja grundvöll að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra. (Lög um grunnskóla nr. 91/2008)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.