Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 57

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 57
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 57 linda BjörK ólafsdóttir, snæfríðUr þóra egilson og K jartan ólafsson fjöldann fram yfir pörunina. Mikill meirihluti svarenda var mæður og endurspegla niðurstöðurnar því fyrst og fremst viðhorf þeirra en ekki feðra. Styrkleikar rannsóknarinnar felast hins vegar í fjölda þátttakenda því þrátt fyrir lágt svarhlutfall eru þátttakendur hátt hlutfall getumikilla barna með einhverfu á Íslandi. Reyndar er fjöldi barnanna töluvert meiri en áður hefur sést í sjálfsmatsrannsóknum á lífsgæðum barna með einhverfu (Burgess og Turkstra, 2010; Shipman o.fl., 2011; Tavernor o.fl., 2013). Auk þess má nefna nýjung varðandi gagnasöfnun sem fólst í því að lífsgæðamatslistinn KIDSCREEN-27 var gerður aðgengilegur í rafrænu formi og þátttakendum gefinn kostur á að hlusta á hverja spurningu. Þannig var reynt að koma til móts við breytileika í hópi barna í rannsóknar- og samanburðarhópi og leitast við að auka sjálfstæði þeirra við að svara listanum. lOKAOrÐ Ýmsir þættir í nærumhverfinu hafa áhrif á líðan og þátttöku barna með einhverfu heima fyrir, í skólanum og á öðrum vettvangi. Ein leið til að meta líðan og aðstæður barna með einhverfu er að nota lífsgæðamatslista á borð við KIDSCREEN-27. Upplýs- ingarnar má nýta til að leggja grunn að virkri teymisvinnu barna, foreldra og fagfólks í því skyni að auka lífsgæði barnanna. Brýnt er að leitast við að koma til móts við fjölbreytilegar þarfir og aðstæður hvers barns. Ef upplifun barna á lífsgæðum sínum er góð er fátt sem hindrar þau í að taka virkan þátt í samfélaginu. Ef reynsla þeirra mótast hins vegar af neikvæðum viðhorfum eða takmörkuðu aðgengi að tilteknu rými og félagslegum hópum er líklegra en ekki að þau dragi sig í hlé og forðist áskoranir af ýmsum toga. Rannsóknin varpar ljósi á mikilvægi þess að huga bæði að reynslu og vilja barna með einhverfu og foreldra þeirra. Börn og foreldrar sem tóku þátt í rannsókninni voru sammála um að takmörkuð félagsleg þátttaka og líkamleg virkni drægi einna helst úr lífsgæðum barnanna. Fyllsta ástæða er því til að huga sérstaklega að þeim þáttum og að foreldrar, kennarar og aðrir sem koma að málum barnanna skapi þeim umhverfi sem styður þau. AtHUgAsEMD Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í rannsókninni og gerðu okkur kleift að ráðast í hana. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins fyrir ánægjulegt samstarf og þá miklu vinnu sem það lagði í rannsóknina. Jafnframt þökkum við Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri fyrir gott samstarf og loks fær Rannsóknasjóður Háskólans á Akureyri þakkir fyrir sitt framlag. Rannsóknin var gerð með leyfi Vísindasiðanefndar nr. VSN-13-081 og tilkynnt til Persónuverndar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.