Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Page 66

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Page 66
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201466 erfið hegðUn nemenda um mat kennara á umfangi erfiðrar hegðunar nemenda og samband hennar við líðan kennara í starfi, þá einkum við einn þátt kulnunar, tilfinningaþrot (e. emotional exhaustion). Erfið hegðun Hegðun telst erfið (e. challenging) ef hún hefur þráfaldlega truflandi áhrif á nám eða samskipti barns við jafnaldra eða fullorðna (Powell, Fixsen, Dunlap, Smith og Fox, 2007). Westling (2010) rannsakaði meðal almennra bandarískra kennara og sér- kennara ýmsa þætti sem snúa að hegðunarerfiðleikum nemenda. Þar var hegðun skilgreind sem „erfið“ ef hún „truflar nám, er hættuleg nemandanum eða öðrum, veldur líkamlegum sársauka, eignatjóni eða truflar verulega skólastarf“ (bls. 50, ís- lensk þýðing greinarhöfunda). Þá var einnig miðað við að hegðunin ætti sér oft stað og að vandasamt væri að breyta henni til hins betra. Tilgreindar voru mismunandi birtingarmyndir erfiðrar hegðunar í skólaumhverfinu, svo sem: mótþrói og óhlýðni, truflun á hefðbundnu skólastarfi, líkamlegt ofbeldi, að draga sig í hlé og forðast sam- skipti, félagslega óviðeigandi hegðun, lögbrot (til dæmis þjófnaður eða eignaspjöll) og sjálfsörvandi eða endurteknar hreyfingar (Westling, 2010). Stundum er erfið hegðun tengd formlegri sálfræðilegri greiningu erfiðleika á borð við þroskafrávik, röskun á einhverfurófi, tilfinningaröskun, athyglisbrest með/án ofvirkni eða hegðunarröskun (O’Neill o.fl., 1997) en í öðrum tilvikum sýna einstaklingar erfiða hegðun þó að þeir séu ekki með neinar slíkar greiningar. Á Íslandi eins og annars staðar hafa hegðunarerfiðleikar valdið kennurum og for- eldrum talsverðum áhyggjum og var ákveðið að rannsaka hegðunarvanda í öllum almennum grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2005–2006 (Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns, 2006). Markmiðið var að kanna umfang og eðli hegðunarerfið- leika og hvaða leiðir væru notaðar til að fást við þá. Tekin voru fjörutíu rýnihópaviðtöl við samtals 233 stjórnendur, kennara eða aðra starfsmenn og spurningalisti var lagður fyrir þátttakendur. Ekki var lagt upp með ákveðna skilgreiningu á „hegðunarvand- kvæðum, heldur var skilningur viðmælenda látinn ráða för“ en oftast var rætt um „sífellda eða endurtekna truflun í kennslustundum eða frímínútum“ (Ingvar Sigur- geirsson og Ingibjörg Kaldalóns, 2006, bls. 16). Að mati þátttakenda áttu að jafnaði tveir til þrír nemendur í hverjum bekk við hegðunarvandkvæði að stríða. Í rannsókn á starfsháttum í tuttugu grunnskólum hérlendis 2009–2011 kom fram að meirihluti skólastarfsfólks, eða þrír af hverjum fjórum, þurfti að takast á við hegðunarerfiðleika einu sinni í viku eða oftar (Anna-Lind Pétursdóttir, 2013; Rúnar Sigþórsson, Anna- Lind Pétursdóttir og Þóra Björk Jónsdóttir, 2014). Algengast var að kljást þyrfti við truflandi hegðun nemenda. Aðeins einn af hverjum tíu starfsmönnum þurfti sjaldan eða aldrei að fást við erfiða hegðun nemenda (Anna-Lind Pétursdóttir, 2013; Rúnar Sigþórsson o.fl., 2014).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.