Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Qupperneq 73

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Qupperneq 73
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 73 snæfríðUr dröfn BjörgVinsdóttir og anna- l ind PétUrsdóttir að styðja æskilega hegðun nemenda. Tölvupóstur var sendur til skólastjóra með upp- lýsingum um rannsóknina og ósk um þátttöku. Til þess að auka líkur á þátttöku var skólastjórnendum boðið að fá sérstaka úrvinnslu á gögnunum fyrir sinn skóla með samanburði við aðra skóla að rannsókn lokinni, ef nægilega hátt svarhlutfall næðist. Póstinum var fylgt eftir með símtali viku síðar. Alls var haft samband við fjórtán skóla þar til samþykki hafði fengist frá þremur skólum úr hverju sveitarfélagi með mismun- andi agakerfi, alls níu skólum. Spurningalistinn var settur upp rafrænt í forritinu LimeSurvey hjá Kannanir.is. Með listanum fylgdi kynningarbréf þar sem þátttakendur fengu upplýsingar um rannsókn- ina (Sigurður Kristinsson, 2003). Svör voru ekki rekjanleg til einstakra þátttakenda og í þakklætisskyni var þátttakendum boðið að taka þátt í happdrætti í lok spurninga- listans. Rannsóknin var framkvæmd í samræmi við lög um persónuvernd (Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000). Í tveimur skólum fékkst leyfi til að leggja spurningalistann fyrir í tölvum á staðnum, annars vegar þar sem kennarar voru boðaðir í tölvustofu og hins vegar rétt fyrir upp- haf kennarafundar. Að beiðni greinarhöfunda sendi skólastjóri þeim sem ekki voru mættir hlekk á spurningalistann í tölvupósti. Í öðrum skólum sendi skólastjóri hlekk á spurningalistann í tölvupósti til þátttakenda. Ekki reyndist munur á svarhlutfalli eftir því hvort lagt var fyrir á staðnum eða einungis með tölvupósti. Skólastjóri sendi ítrekun með tölvupósti rúmri viku seinna og lokaáminningu viku áður en gagnaöflun lauk. Gagnaöflun hófst í fyrrihluta október 2013 og lauk 1. nóvember 2013. Tölfræðileg úrvinnsla Við úrvinnslu gagna var notað tölfræðiforritið SPSS, útgáfa 21. Lýsandi tölfræði fyrir allt úrtakið var sett fram til þess að svara rannsóknarspurningum. Gögnin voru sett upp í töflur og myndir með Excel-töflureikni, útgáfu 14.1.0. Við úrvinnslu voru öll svör sem bárust við spurningalistanum notuð, einnig þeirra sem ekki luku við listann. Heildartölur í töflum geta því verið mismunandi eftir því hve margir svöruðu tiltekn- um spurningum. Könnuð var fylgni milli atriða á spurningalistanum og miðað við 95% öryggismörk þegar kom að marktækni. Til að skoða fylgni á milli einstakra atriða á spurningalistanum sem mæld voru á raðkvarða var notað Spearmans rho og fyrir jafnbilabreytur var fylgni reiknuð með Pearsons r (Amalía Björnsdóttir, 2003). niÐUrstÖÐUr Hér á eftir verður kynntar niðurstöður rannsóknarinnar um mat þátttakenda á því hversu oft þeir þurftu að fást við erfiða hegðun nemenda í starfi, áhrif hennar á líðan þeirra og stuðning sem þeir fengu til að takast á við hegðunarerfiðleikana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.