Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 73
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 73
snæfríðUr dröfn BjörgVinsdóttir og anna- l ind PétUrsdóttir
að styðja æskilega hegðun nemenda. Tölvupóstur var sendur til skólastjóra með upp-
lýsingum um rannsóknina og ósk um þátttöku. Til þess að auka líkur á þátttöku var
skólastjórnendum boðið að fá sérstaka úrvinnslu á gögnunum fyrir sinn skóla með
samanburði við aðra skóla að rannsókn lokinni, ef nægilega hátt svarhlutfall næðist.
Póstinum var fylgt eftir með símtali viku síðar. Alls var haft samband við fjórtán skóla
þar til samþykki hafði fengist frá þremur skólum úr hverju sveitarfélagi með mismun-
andi agakerfi, alls níu skólum.
Spurningalistinn var settur upp rafrænt í forritinu LimeSurvey hjá Kannanir.is. Með
listanum fylgdi kynningarbréf þar sem þátttakendur fengu upplýsingar um rannsókn-
ina (Sigurður Kristinsson, 2003). Svör voru ekki rekjanleg til einstakra þátttakenda og
í þakklætisskyni var þátttakendum boðið að taka þátt í happdrætti í lok spurninga-
listans. Rannsóknin var framkvæmd í samræmi við lög um persónuvernd (Lög um
persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000).
Í tveimur skólum fékkst leyfi til að leggja spurningalistann fyrir í tölvum á staðnum,
annars vegar þar sem kennarar voru boðaðir í tölvustofu og hins vegar rétt fyrir upp-
haf kennarafundar. Að beiðni greinarhöfunda sendi skólastjóri þeim sem ekki voru
mættir hlekk á spurningalistann í tölvupósti. Í öðrum skólum sendi skólastjóri hlekk
á spurningalistann í tölvupósti til þátttakenda. Ekki reyndist munur á svarhlutfalli
eftir því hvort lagt var fyrir á staðnum eða einungis með tölvupósti. Skólastjóri sendi
ítrekun með tölvupósti rúmri viku seinna og lokaáminningu viku áður en gagnaöflun
lauk. Gagnaöflun hófst í fyrrihluta október 2013 og lauk 1. nóvember 2013.
Tölfræðileg úrvinnsla
Við úrvinnslu gagna var notað tölfræðiforritið SPSS, útgáfa 21. Lýsandi tölfræði fyrir
allt úrtakið var sett fram til þess að svara rannsóknarspurningum. Gögnin voru sett
upp í töflur og myndir með Excel-töflureikni, útgáfu 14.1.0. Við úrvinnslu voru öll
svör sem bárust við spurningalistanum notuð, einnig þeirra sem ekki luku við listann.
Heildartölur í töflum geta því verið mismunandi eftir því hve margir svöruðu tiltekn-
um spurningum. Könnuð var fylgni milli atriða á spurningalistanum og miðað við
95% öryggismörk þegar kom að marktækni. Til að skoða fylgni á milli einstakra atriða
á spurningalistanum sem mæld voru á raðkvarða var notað Spearmans rho og fyrir
jafnbilabreytur var fylgni reiknuð með Pearsons r (Amalía Björnsdóttir, 2003).
niÐUrstÖÐUr
Hér á eftir verður kynntar niðurstöður rannsóknarinnar um mat þátttakenda á því
hversu oft þeir þurftu að fást við erfiða hegðun nemenda í starfi, áhrif hennar á líðan
þeirra og stuðning sem þeir fengu til að takast á við hegðunarerfiðleikana.