Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Page 81

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Page 81
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 81 snæfríðUr dröfn BjörgVinsdóttir og anna- l ind PétUrsdóttir lítill tími aflögu. Spurningalistinn var nokkuð langur og krafðist á köflum upplýsinga sem kennarar höfðu mögulega ekki á reiðum höndum, svo sem um fjölda nemenda með formlega greiningu. Hugsanlega voru þeir kennarar líklegri til að svara sem feng- ust oftar við hegðunarerfiðleika, og það gæti hafa skekkt niðurstöðurnar. Eins og fram kom starfa skólar þátttakenda eftir mismunandi stefnum eða kerfum til að ýta undir viðeigandi hegðun nemenda. Ekki kom fram munur á umfangi erfiðr- ar hegðunar nemenda eða tilfinningaþroti kennara eftir kerfum en áhugavert væri að endurtaka rannsóknina með stærra úrtaki, og bæta þá jafnvel við skólum sem ekki starfa eftir formlegu kerfi. Jafnframt væri athyglisvert að endurtaka rannsóknina með ítarlegri mælingum á tilfinningaþroti og öðrum þáttum kulnunar og kanna hvaða stuðning kennarar telja sig þurfa til að takast betur á við erfiða hegðun nemenda. Einnig væri forvitnilegt að rannsaka hvaða áhrif markviss þjálfun í hegðunarstjórnun hefði á líðan kennara og hvort slíkur stuðningur gæti dregið úr löngun þeirra til að hætta störfum. Niðurstöður rannsóknar sem þessarar eru mikilvægar íslensku skólasamfélagi og gætu nýst við að bæta starfsumhverfi og líðan kennara og nemenda. Meirihluti kennaranna í þessari rannsókn tókst á við margvíslega erfiða hegðun nánast daglega eða oftar. Fram kom að erfið hegðun hefði töluverð neikvæð áhrif á skólastarf, þar sem hún þótti auka streitu og álag hjá þátttakendum og trufla nám nemenda. Það að stór hluti kennara í þessari rannsókn upplifði tilfinningaþrot og íhugaði að hætta í starfi vegna erfiðrar hegðunar nemenda er mikið áhyggjuefni. Mikilvægt er að leita leiða til að draga úr hegðunarerfiðleikum nemenda og álagi kennara í starfi til þess að gera þeim betur kleift að mæta ólíkum þörfum nemenda. Slíkt væri ekki einungis nemend- um til hagsbóta heldur einnig starfsfólki skóla og samfélaginu öllu. AtHUgAsEMD Höfundar færa þátttakendum í rannsókninni kærar þakkir, svo og dr. Amalíu Björns- dóttur fyrir gagnlegar ábendingar við framkvæmd rannsóknar og yfirlestur handrits. HEiMilDir Amalía Björnsdóttir. (2003). Útskýringar á helstu tölfræðihugtökum. Í Sigríður Hall- dórsdóttir og Kristján Kristjánsson (ritstjórar), Handbók í aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum (bls. 115–129). Akureyri: Háskólinn á Akureyri. Anna Þóra Baldursdóttir og Valgerður Magnúsdóttir. (2007). Líðan kennara í starfi – vinnugleði eða kulnun? Uppeldi og menntun, 16(1), 73–92. Anna-Lind Pétursdóttir. (2011). Með skilning að leiðarljósi: Dregið úr langvarandi hegðunarerfiðleikum með virknimati og stuðningsáætlunum. Uppeldi og menntun, 20(2), 121–143.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.