Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 109

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 109
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 109 helga rUt gUðmUndsdóttir vírusana í því að sýkja heilbrigðar frumur. Ef vírusar sýkja frumur breytist tónlistin sjálfkrafa en ekki er víst að notandinn veiti því eftirtekt. Sacrifice sækir innblástur í samspil manns og náttúru og tengir það nótnaskrift. Þarna er mögulegt að setja saman nótur að vild og búa til sína eigin laglínu. Táknin eru sett fram eins og á ritvél og notandinn spilar á hana. Afspilunin verður með sama hraða og nótnalengd líkt og slegið var inn og því virkar þetta eins og upptaka. Auk þess skrifast nóturnar á hefðbundinn vestrænan nótnastreng en þó með svo miklu aukaflúri að jafnvel sá sem les nótur getur átt erfitt með að sjá hvar á strengnum nót- urnar lenda. Laglínurnar er hægt að vista en það er ekki hægt að breyta um hljóðgjaf- ann. Þar sem nóturnar á ritvélarborðinu eru ekki í röð frá hæsta til lægsta tóns eins og á flestum hljóðfærum þá er erfitt að spila lag í rauntíma. Appið er best til þess fallið að leika eitthvað tilviljunarkennt. Í Mutual Core eru til umfjöllunar möttull jarðar og jarðskorpan með vísun í hljóma sem tónlistarfyrirbrigði. Talað er um að þegar margir tónar hljómi samtímis verði til hljómur og hljómfræði fjallar um hvernig tónarnir raðast og tengjast innbyrðis. App- ið býður hins vegar ekki upp á neina afhjúpun eða skoðun á hljómum. Með því að þrýsta tveimur jarðskorpuflekum saman er hægt að framkalla hljóma sem eru fyrir- fram ákveðnir og þannig hefur notandinn einnig einhver áhrif á framvinduna í laginu. Solstice er innblásið af þyngdarafli jarðar og tónlistarhugtakinu kontrapunkti. Það er ekki auðvelt að sjá hvernig Björk hugsar þessa tengingu frekar en margar aðrar hér að framan. Hins vegar er þetta opnasta appið af þeim öllum hvað varðar sköpunar- möguleika. Hægt er að skapa sitt eigið hljóðfæri frá grunni með því að teikna geisla út frá miðju appsins. Lengd hvers geisla ákvarðar hversu djúpan tón geislinn gefur. Hver geisli hljómar eins og strengur í hörpu. Þegar búið er að ákveða fjölda geisla og lengd þeirra er hægt að senda lítinn hring af stað sem hringsólar um miðjuna og virkjar tóninn í hverjum streng um leið og hringurinn ferðast yfir strenginn. Hægt er að senda eins marga hringi af stað í einu og maður vill og einnig er hægt að breyta hraða þeirra með því að snerta þá eða ýta á eftir þeim. Útkomuna er svo hægt að vista og það er tvímælalaust mikill kostur. Helsti galli forritsins er að það getur verið erfitt að hafa nákvæma stjórn á öllum þáttum með fingrunum. Á endanum ræður tilviljun miklu um það hver lokaútkoman verður og það getur verið bæði kostur og galli fyrir þann sem notar forritið til að semja tónlist. Umræða Af viðtölum við Björk má skilja að hún hafi sjálf haft áhuga á þeim möguleikum sem ipaddar og spjaldtölvur bjóða upp á fyrir þá sem vilja semja tónlist. Þannig mun hún hafa notað einhver af Biophilia-öppunum til að setja saman hluta tónsmíða sinna á plötunni. Einnig kemur fram í viðtölum við Björk að hún vildi gera tónsköpun að- gengilega fyrir börn og áhugafólk um tónlist þannig að ekki þurfi að leggja á sig langt tónlistarnám til þess að geta samið tónverk. Slík markmið eru göfug og í anda þess að læra með því að leika sér og að taka framförum með því að prófa sig áfram. Hugsan- lega má einnig tengja þessa hugsun við hugmyndafræði pönktónlistar 9. áratugarins sem snerist ekki um að kunna heldur að gera.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.