Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 110

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 110
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014110 framsÝnt l istaVerK Ef litið er á takmarkandi þætti Biophilia-appanna frá menntunarlegu sjónarhorni þá er það galli hversu lokuð flest öppin eru inni í tónsmíðum Bjarkar og hversu fá þeirra bjóða upp á einhverja möguleika til sköpunar. Öppin sem bjóða upp á sköpun eru takmörkuð við fyrirfram gefinn hljóðheim. Fæst öppin bjóða upp á að notandinn tileinki sér þekkingu sem yfirfæra mætti á önnur svið tónlistarsköpunar eða tónlistar- iðkunar og tilraunir til uppfræðslu um tónfræði eða eðli tónlistar eru frekar mis- heppnaðar. Líta má á Biophilia sem merkilega tilraun listamanns til að færa tónsköpun nær almenningi og veita hlustendum hlutdeild í sköpunarverki sínu. Þetta var óhemju metnaðarfullt verkefni sem krafðist gífurlegrar samhæfingar fjölmargra aðila. Á end- anum verður þó að meta afurðina þannig að hún sé mun burðugri sem listaverk en sem kennslufræðilegt tæki. Menntandi gildi appanna er í raun afar takmarkað og ein og sér megna þau ekki að veita þá innsýn í heim tónvísinda og tónsköpunar sem líklega var lagt upp með. Þegar upp er staðið er sú hugmynd einkar áhugaverð að listamaður semji tónverk og búi svo um hnútana að notandinn geti fiktað í ákveðnum þáttum tónverksins og breytt að vild. Þessa hugmynd mætti hins vegar útfæra enn frekar en gert er í Biophil- ia. Því verður þó ekki neitað að með framtakinu braut Björk blað hvað varðar hefð- bundið samspil tónskálds og hlustanda eða í þessu tilfelli notanda. AtHUgAsEMD Biophilia á iTunes, https://itunes.apple.com/is/app/bjork-biophilia/id434122935?mt=8 Biophilia fyrir Android, https://play.google.com/store/apps/details?id=com.bjork.biophilia&hl=en UM HÖfUnDinn Helga Rut Guðmundsdóttir (helgarut@hi.is) er dósent í tónlistarfræðum við Mennta- vísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi í tónlistarfræðum frá McGill- háskóla árið 2003 en áður meistaragráðu frá sama háskóla og B.Ed.-gráðu með tón- mennt sem kjörsvið frá Kennaraháskóla Íslands. Rannsóknir hennar eru á sviði tónlistarmenntunar, tónskynjunar og tónlistarþroska. Hún hefur birt rannsóknargreinar á innlendum og erlendum vettvangi. Helga Rut er formaður stjórnar Rannsóknarstofu í tónlistarfræðum og situr í stjórn alþjóðlega rannsóknarverkefnisins AIRS (Advancing Interdisciplinary Research in Singing).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.