Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 116

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 116
Á móti kemur að höfundar bókarinnar eru fjölmargir og hafa fjölbreyttan bakgrunn á sviði sálfræði, læknisfræði, þroskaþjálfafræði, félagsráðgjafar, sérkennslu, iðjuþjálf- unar og talmeinafræði. Þeir leggja þó flestir mikla áherslu á greiningarferlið og víða er lýst „jákvæðum“ hliðum einhverfugreiningar, svo sem mikilvægi snemmgrein- ingar, hvernig hún getur aukið skilning á erfiðleikum og leitt til viðeigandi íhlutunar – meðan lítið er rætt um mögulegar neikvæðar hliðar, svo sem stimplun, stríðni, ofur- áherslu á veikleika, minni væntingar og færri tækifæri í lífinu (Lauchlan og Boyle, 2007). Gagnlegt hefði verið að reifa þá þætti til að benda fólki á þau neikvæðu áhrif sem geta fylgt greiningu. Mikilvægi íhlutunar Í bókinni er mikil áhersla á líffræðilega áhrifaþætti, stundum á kostnað umfjöllunar um aðra áhrifaþætti, svo sem kennslufræðilega íhlutun. Áhugavert hefði verið að sjá nánari lýsingar á þeirri markvissu kennslu og þjálfun sem hægt er að beita. Í umfjöllun um svefnvanda segir til dæmis að áður en lyfjameðferð sé reynd „eru til að byrja með nýttar hegðunarmótandi aðferðir“(bls. 164) en ekki er lýst nánar í hverju þær felast. Hins vegar er lýst nokkrum tegundum lyfja. Ef lesandinn vildi fletta upp „hegðunar- mótun“ eða öðrum kennsluaðferðum þá eru engin slík hugtök í bendiskrá aftast í bókinni. Aftur á móti eru þar fjórar vísanir í „rauðuhundafaraldur“. Góða umfjöllun um íhlutun er þó að finna í fimmta hluta bókarinnar og þar er meðal annars gagnlegt yfirlit yfir það hversu sterk vísindaleg rök liggja að baki mismunandi kennsluaðferð- um. Í bókinni kemur einnig fram að menntun starfsfólks skóla á sviði einhverfu gæti verið betri. Í því sambandi er ánægjulegt að geta þess að nýtt valnámskeið, Að mæta sérstökum námsþörfum nemenda með einhverfu og skyldar þroskaraskanir, var í fyrsta skipti kennt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands haustið 2014. Námskeiðið er liður í því að leiðbeina kennurum um hvernig mæta megi sérþörfum barna með einhverfu á árangursríkan hátt. Það er umhugsunarefni að ýmsar aðferðir sem eru notaðar í kennslu barna með einhverfu hér á landi eru ekki gagnreyndar og hafa ekki sýnt jákvæð langtímaáhrif. Þetta vekur upp siðferðilegar spurningar um það hverjir beri ábyrgð á vali kennslu- aðferða fyrir börn með einhverfu hérlendis. Getur verið að slík ábyrgð sé í höndum foreldra eða aðila sem hafa takmarkaða þekkingu á þeim gögnum sem hafa safnast undanfarna áratugi eða skortir forsendur til að vega og meta upplýsingar um árang- ur mismunandi aðferða? Ein reynslusaga getur vegið þungt í huga manns sem ekki þekkir muninn á þess háttar vitnisburði og niðurstöðum víðtækra samanburðarrann- sókna. Eins og réttilega er bent á getur það skipt sköpum fyrir framtíð barna með einhverfu af hvaða toga íhlutunin er og því er ekki hægt annað en að taka undir það með ritstjórunum að Embætti landlæknis þurfi að gefa út leiðbeiningar um viður- kennt verklag við kennslu og þjálfun barna með einhverfu þannig að þau geti öll notið þeirrar íhlutunar sem rannsóknir hafa sýnt að skili bestum langtímahorfum. 116 innsÝn í einhVerfU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.