Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Side 117
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 117
anna- lind PétUrsdóttir
lOKAOrÐ
Bókin er í formi kilju, í þægilegri stærð og með fallegri kápu sem Ragnar Helgi Ólafs-
son hefur hannað á listilegan hátt. Í lok hvers kafla er samantekt á helstu atriðum
kaflans á íslensku og ensku. Í textanum eru yfirleitt enskar þýðingar fræðihugtaka
tilgreindar innan sviga, sem er mikill kostur enda ekki alltaf samræmi í notkun
íslenskra hugtaka á þessu sviði, og birtist reyndar í notkun mismunandi orða yfir
sömu ensku hugtökin milli höfunda í bókinni. Aftast í bókinni eru gagnlegir viðaukar
með upplýsingum um greiningarviðmið og einkenni sem geta bent til einhverfu hjá
börnum á mismunandi aldri.
Litróf einhverfunnar er yfirgripsmikið fræðirit og mikill fengur að því fyrir þá sem
hafa áhuga á einhverfu og starfa á þessu sviði. Það mun eflaust nýtast víða, til dæmis
sem lesefni í námi fagaðila, svo sem þroskaþjálfa, félagsráðgjafa, sérkennara og sál-
fræðinga. Full ástæða er til að óska höfundum og ritstjórum ritsins til hamingju með
þetta mikla verk.
AtHUgAsEMD
Lengri gerð ritdómsins er birt á heimasíðu höfundar: http://uni.hi.is/annalind/
innsyn-i-einhverfu-itarlegri-utgafa-af-ritdomi/
HEiMilDir
Howard, J. S., Stanislaw, H., Green, G., Sparkman, C. R. og Cohen, H. G. (2014).
Comparison of behavior analytic and eclectic early intervention for young children
with autism after three years. Research in Developmental Disabilities, 35(12), 3326–
3344. doi:10.1016/j.ridd.2014.08.021
Lauchlan, F. og Boyle, C. (2007). Is the use of labels in special education helpful? Sup-
port for Learning, 22(1), 36–42. doi:10.1111/j.1467-9604.2007.00443.x
UM HÖfUnDinn
Anna-Lind Pétursdóttir (annalind@hi.is) er dósent við Menntavísindasvið Háskóla
Íslands. Hún lauk B.A.-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1996, embættisprófi í
sálfræði frá sama skóla árið 2001 og doktorsprófi í sérkennslufræðum frá Minnesota-
háskóla árið 2006. Rannsóknir hennar hafa beinst að úrræðum vegna frávika í þroska,
námi eða hegðun barna og þjálfun starfsfólks í beitingu þeirra úrræða.