Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 9
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 9
RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR
MeNNTAvísINDAsvIðI HáskÓLA ísLANDs
Leiðsögn kennaranema – stefnur
og straumar
Markmið þessarar greinar er að draga upp mynd af helstu kenningum um leiðsögn kennara-
nema og bregða þá einkum ljósi á mismunandi markmið með leiðsögninni . Fjallað er um
yfirlitsrannsókn á leiðsagnarkenningum og sjónum beint að vettvangsnámi sem umgjörð
leiðsagnarinnar . Kenningum um starfstengda leiðsögn er skipað í fjóra flokka með hliðsjón
af ólíkum markmiðum . Þeir eru: 1 . Ígrundun um starfið og eigin starfskenningu; 2 . Lærling-
urinn verður meistari – breytt þátttaka í starfi og starfsmenningu; 3 . Persónulegur styrkur
og félagsleg hæfni kennarans; 4 . Leiðsögn – afl í kennaramenntun og skólaþróun . Fjallað er
um hvern flokk fyrir sig . Lýst er helstu áherslum og markmiðum, fræðilegum bakgrunni og
hugtökum, samskiptum í leiðsögninni og skrifum fræðimanna um kenningarnar . Einnig er
greint frá helstu gagnrýni á þær . Í samantekt er yfirlitstafla þar sem þessi atriði eru dregin
saman og einnig er þar rætt um bæði ólík og sameiginleg einkenni á þessum leiðsagnarstefnum .
Efnisorð: Leiðsögn kennaranema, kennaramenntun, vettvangsnám, leiðsagnarkenn-
ingar
inn gang Ur
Haustið 2010 fylgdist ég með vettvangsreynslu tólf kennaranema sem voru á þriðja
misseri í grunnskólakennaranámi og áttu í fyrsta skipti að undirbúa og annast kennslu
sjálfir. Þeir skrifuðu nákvæmar dagbækur um kennsluna, sem náði yfir þrjár vikur, og
leiðsögn sem henni tengdist. Einnig var tekið viðtal við þá þar sem rætt var um sam-
skipti við æfingakennara. Allir sögðust hafa fengið tækifæri til að æfa sig í að kenna og
prófa eigin hugmyndir. Þeir sögðu að kennararnir hefðu brugðist við því sem fram fór
í kennslustofunni – stundum í sérstökum leiðsagnartímum en þó oftar í óformlegum
samskiptum. Kennararnir komu með athugasemdir, bæði ábendingar og tillögur til
bóta, og í flestum tilvikum einnig uppörvun eða hrós. Einungis fáeinir kennaranemar
Uppeldi og menntun
22. árgangur 2. hefti 2013